Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 14. desember 2011, kl. 22:28:14 (3185)


140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[22:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég hjó eftir því í ræðu þingmannsins áðan að hún nefndi að hefði verið farið eftir stefnu Framsóknarflokksins sem boðuð var í febrúarmánuði árið 2009 hefði verið nokkuð einfalt að leiðrétta stökkbreytt lán skuldugra heimila og hv. þingmaður talaði fyrir slíkri lausn.

Það sem hryggir mig svona eftir á, í ljósi þess að við sjáum að sú leið sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur valið er mjög flókin, ógegnsæ, kostnaðarsöm og tekur langan tíma, er að við skyldum ekki hafa náð meiri stuðningi við þetta mál. Mér býður í grun að það hafi verið meiri stuðningur innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs við þær hugmyndir sem Framsóknarflokkurinn lagði fram um almennar leiðréttingar lána á sínum tíma. Er sá grunur minn réttur?