Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 14. desember 2011, kl. 22:29:21 (3186)


140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[22:29]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við vorum nokkur í þingflokki Vinstri grænna sem börðumst fyrir því að núverandi stjórnarflokkar fengju Framsókn til liðs við sig. Ástæðan fyrir því að við vildum fá Framsókn inn var ekki síst sú að við töldum að þá næði barátta okkar fyrir almennri leiðréttingu í gegn hjá ríkisstjórninni. Því miður lentum við í minni hluta með þessa kröfu okkar en ég held að ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin fór þá leið að aðstoða bara þá sem þurfa á mestri aðstoð að halda sé fyrst og fremst misskilningur um út á hvað norræna velferðarkerfið gengur. Það gengur nefnilega alls ekki út á það að hjálpa bara þeim sem (Forseti hringir.) lökust hafa kjörin, heldur öllum þeim sem greiða skatta.