Umboðsmaður skuldara

Laugardaginn 17. desember 2011, kl. 11:01:44 (3569)


140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

umboðsmaður skuldara.

360. mál
[11:01]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf):

Virðulegi forseti. Starfsemi umboðsmanns Alþingis er umfangsmikil og hún er dýr. Fjármálafyrirtæki landsins bera þann kostnað og það er þeirra hagur að draga úr þeim kostnaði með því að koma á móts við þær kröfur sem upp eru settar um greiðsluaðlögun og greiðsluuppgjör við skuldsett fólk í landinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)