Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 11. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 11  —  11. mál.
Viðbót.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um uppgjör gengistryggðra lána einstaklinga.


Frá Margréti Tryggvadóttur.



     1.      Um hversu háa fjárhæð hafa lán einstaklinga verið færð niður í kjölfar setningar laga nr. 151/2010, um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu? Svar óskast sundurliðað eftir fjármálafyrirtækjum og tegund lána, þ.e.:
                  a.      bílalánum,
                  b.      eigna- og kaupleigusamningum,
                  c.      húsnæðislánum,
                  d.      öðrum lánum.
     2.      Hver er fjárhæð endurútreiknaðra vaxta fjármálafyrirtækja vegna sömu laga, sundurliðað samkvæmt sömu forsendum?
     3.      Um hversu háa fjárhæð hafa lánin verið færð niður að teknu tilliti til endurútreiknaðra vaxta, sundurliðað samkvæmt sömu forsendum?


Skriflegt svar óskast.