Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 221. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 227  —  221. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, nr. 131/2011.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


1. gr.

    Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í a-lið 3. gr. og a-lið 10. gr. laganna kemur: ráðherra.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með lögum nr. 131/2011, um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, sem voru samþykkt 17. september sl., voru m.a. gerðar breytingar á lögum nr. 57/ 1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum, og lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, með síðari breytingum. Þessar breytingar taka gildi 1. janúar 2012 skv. 32. gr. laganna.
    Lögum nr. 57/1998 og 73/1990 var einnig breytt með lögum nr. 126/2011, um breytingar á ýmsum lögum vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands, sem voru samþykkt 17. september sl. og tóku gildi 30. september sl. Þar voru gerðar breytingar á heiti ráðherra sem gera það að verkum að forsendur nokkurra breytinga samkvæmt lögum nr. 131/2011 eru ekki lengur fyrir hendi. Á það við um a-lið 3. gr. þar sem orðinu „iðnaðarráðherra“ er breytt í „Orkustofnun“ í nokkrum greinum laga nr. 57/1998, og a-lið 10. gr. þar sem sama breyting er gerð á 2. og 3. gr. laga nr. 73/1990. Í þessum lögum kemur orðið „iðnaðarráðherra“ nú hvergi fyrir vegna þess að því var breytt í „ráðherra“ með lögum nr. 126/2011. Sökum þessa er lagt til að í stað orðsins iðnaðarráðherra í a-lið 3. gr. og a-lið 10. gr. laganna komi orðið ráðherra.