Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 254. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 264  —  254. mál.




Beiðni um skýrslu



frá fjármálaráðherra um áhrif einfaldara skattkerfis.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Pétri H. Blöndal, Þorgerði K. Gunnarsdóttur,
Tryggva Þór Herbertssyni, Jóni Gunnarssyni, Kristjáni Þór Júlíussyni,
Unni Brá Konráðsdóttur, Einari K. Guðfinnssyni, Ragnheiði Ríkharðsdóttur,
Ragnheiði E. Árnadóttur og Ólöfu Nordal.


    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 53. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um áhrif þess að tekjuskattshlutfall launa verði hið sama og skatthlutfall á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt sundurliðað eftir skatttegundum. Áhrifin verði skoðuð út frá því að hafa hlutfallið 15, 16, 17, 18, 19 eða 20% með og án persónuafsláttar. Í skýrslunni verði eftirfarandi atriði metin:
     1.      Áhrif á helstu þjóðhagsstærðir.
     2.      Áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
     3.      Áhrif á ráðstöfunartekjur mismunandi hópa og hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem bæru þyngri skattbyrði eftir breytingarnar en fyrir.
     4.      Jaðaráhrif í samanburði við jaðaráhrif innan núverandi skattkerfis.
     5.      Ávinningur af einfaldara skattkerfi.
    Við mat á áhrifunum verði einnig gert ráð fyrir að komið yrði á einu virðisaukaskattsþrepi sem yrði hið sama og skatthlutfall á launatekjur, hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur.

Greinargerð.

    Æskilegt er að skattkerfi séu eins einföld og skilvirk og mögulegt er. Slíkt eykur gagnsæi og dregur úr líkum á skattundanskotum. Reglulega hafa komið fram hugmyndir um einfaldara skattkerfi, t.a.m. með einu skattþrepi á einstaklinga, lögaðila og fjármagnstekjur.