Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 126. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 269  —  126. mál.
Texti leiðréttur.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um úrlausn mála
hjá umboðsmanni skuldara.


     1.      Hversu mörg mál bíða úrlausnar hjá umboðsmanni skuldara og um hvers konar mál er að ræða?
    Frá stofnun embættis umboðsmanns skuldara 1. ágúst 2010 hefur embættið fengið 5.900 mál til afgreiðslu. Þar af eru 990 erindi og ábendingar frá skuldurum, 3.778 umsóknir um greiðsluaðlögun, 1.025 umsóknir um ráðgjöf og 107 umsóknir vegna tímabundins úrræðis fyrir einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota eins og sjá má í töflu 1.

Tafla 1: Fjöldi mála hjá umboðsmanni skuldara frá 1. ágúst 2010 til 30. október 2011.
Málaflokkur Mál borist Ólokið hjá UMS Ólokið hjá umsjónarmanni
Erindi og ábendingar 990 111
Greiðsluaðlögun 3.778 1.790 1.467
Ráðgjafarmál 1.025 152
Tímabundið úrræði vegna tveggja fasteigna 107 7 16
Alls 5.900 2.060 1.483
Heimild: Umboðsmaður skuldara.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hversu mörg mál fá úrlausn í hverjum mánuði?
    Að meðaltali hefur embætti umboðsmanns skuldara afgreitt um 157 mál í hverjum mánuði frá 1. ágúst 2010. Rétt er að taka fram að umsóknir um greiðsluaðlögun sem hafa verið samþykktar og sendar til umsjónarmanns eru ekki taldar með í heildarfjölda lokinna mála. Í töflu 2 má þó sjá fjölda slíkra mála í hverjum mánuði undir liðnum „Greiðsluaðlögun, sent til umsjónarmanns“. Í töflunni gefur annars að líta fjölda lokinna mála í hverjum mánuði eftir málaflokkum en málin eru misjöfn að umfangi.

Tafla 2. Fjöldi lokinna mála hjá umboðsmanni skuldara eftir mánuðum.

Lokin mál alls Erindi og ábendingar Greiðsluaðlögun lokið Greiðsluaðlögun, sent til umsjónarmanns Ráðgjafarmál Tveggja fasteigna mál
2010
Ágúst 84 15 1 - 68
September 124 34 - 4 90
Október 106 30 3 1 73
Nóvember 161 53 35 38 73 10
Desember 101 22 8 22 71 1
2011
Janúar 166 87 19 27 60 4
Febrúar 89 32 21 114 36 7
Mars 136 30 36 203 70 10
Apríl 109 34 20 106 55 10
Maí 113 35 33 229 45 14
Júní 99 52 31 217 16 10
Júlí 271 170 48 211 53 6
Ágúst 295 190 73 176 32 9
September 204 53 109 170 42 10
Október 200 60 85 107 55 8
Alls 2.258 897 522 1.645 839 99
Heimild: Umboðsmaður skuldara.

     3.      Hversu margar umsóknir berast umboðsmanni skuldara að jafnaði á mánuði?
    Fjöldi erinda sem berast umboðsmanni skuldara í hverjum mánuði er nokkuð breytilegur. Eins og sjá má í töflu 3 hafa embættinu að jafnaði borist um 66 erindi og ábendingar frá skuldurum á mánuði, 234 umsóknir um greiðsluaðlögun, 58 umsóknir um ráðgjöf og sjö umsóknir vegna tímabundins úrræðis fyrir einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota. Fjöldi erinda og ábendinga frá skuldurum náði hámarki í mars og apríl 2011 vegna óska um að embættið færi yfir endurútreikning lána með ólögmæta gengistryggingu. Þá bárust mjög margar umsóknir um greiðsluaðlögun í júní 2011 sem líklega má rekja til þess að ákvæði til bráðabirgða í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga um frestun greiðslna við móttöku umsókna um greiðsluaðlögun féll úr gildi 1. júlí 2011. Eftir þann tíma hafa að meðaltali 33 umsóknir um greiðsluaðlögun borist embættinu á mánuði.

Tafla 3. Fjöldi mála hjá umboðsmanni skuldara eftir mánuðum.

Erindi og ábendingar Greiðsluaðlögun Ráðgjöf Tvær fasteignir
2010
Fyrir 1. ágúst 270 160
Ágúst 2010 40 127 55 10
September 73 163 81 10
Október 32 279 73 10
Nóvember 58 366 60 12
Desember 57 276 63 5
2011
Janúar 43 289 70 14
Febrúar 37 295 53 6
Mars 198 298 47 4
Apríl 112 226 49 6
Maí 90 262 45 6
Júní 33 794 21 11
Júlí 49 25 36 5
Ágúst 43 32 41 4
September 44 39 80 1
Október 81 37 91 3
Meðaltal á mánuði 66 234 58 7
Heimild: Umboðsmaður skuldara.

     4.      Hversu langan tíma mun það taka embættið að leysa úr þeim málum sem bíða úrlausnar miðað við núverandi málshraða?
    Umboðsmaður skuldara gerir ráð fyrir að þær umsóknir sem liggja fyrir vegna úrræðis fyrir einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota verði afgreiddar í desember 2011. Jafnframt er gert ráð fyrir að lokið verði við afgreiðslu þeirra umsókna um ráðgjöf sem liggja fyrir í byrjun árs 2012, sem og þau erindi og ábendingar frá skuldurum sem bíða afgreiðslu hjá embættinu. Þá er stefnt að því að embættið hafi tekið afstöðu til allra þeirra umsókna um greiðsluaðlögun sem þegar hafa borist fyrir mitt ár 2012 en um leið og umsóknir hafa verið samþykktar fara þær áfram til umsjónarmanna. Embættið vinnur að því að stytta þann tíma sem það tekur að koma á staðfestum samningum um greiðsluaðlögun eins og frekast er unnt en þar skiptir einnig miklu máli hvernig samstarf við kröfuhafa hlutaðeigandi skuldara gengur.