Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 314. máls.

Þingskjal 368  —  314. mál.Frumvarp til laga

um breytingar á ýmsum lögum vegna nýrra laga
um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.

(Lagt fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.)
I. KAFLI
Breyting á lögum um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011.
1. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 3. mgr. 21. gr. laganna kemur: Ráðherra.

II. KAFLI
Breyting á lögum um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, nr. 142/2011.
2. gr.

     a.      Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðherra.
     b.      Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðuneytis“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.
3. gr.

     a.      Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 2. tölul. 2. mgr. 13. gr. n laganna kemur: þess ráðherra er fer með málefni jarðrænna auðlinda.
     b.      Í stað orðanna „Efnahags- og viðskiptaráðherra“ í 13. gr. q laganna kemur: Ráðherra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um Þjóðminjasafn Íslands, nr. 140/2011.
4. gr.

    Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðherra.

V. KAFLI
Breyting á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011.
5. gr.

    Í stað orðsins „Umhverfisráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Ráðherra.


VI. KAFLI
Breyting á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum.
6. gr.

     a.      Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 5. mgr. 16. gr. laganna kemur: Sá ráðherra er fer með samningagerð um endurgjald fyrir nýtingu auðlinda í eigu og á forræði íslenska ríkisins.
     b.      Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 3. mgr. 102. gr., 1. og 3. mgr. 143. gr., 6. mgr. 144. gr. og 154. gr. laganna kemur: ráðherra.
     c.      Í stað orðsins „Umhverfisráðherra“ í 1. mgr. 115. gr. laganna kemur: Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar.
     d.      Í stað orðanna „iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra“ í 2. mgr. 143. gr. laganna kemur: ráðherra og þeim ráðherra er fer með málefni náttúruverndar.
     e.      Í stað orðsins „umhverfisráðherra“ í 6. mgr. 144. gr. laganna kemur: þann ráðherra er fer með skipulagsmál.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði
og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011.

7. gr.

    Í stað orðanna „efnahags- og viðskiptaráðherra“ í 64. gr. laganna kemur: ráðherra.

VIII. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
8. gr.

     a.      Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 2. mgr. 128. gr. laganna kemur: sá ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins.
     b.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytis“ í 3. mgr. 128. gr. laganna kemur: þess ráðuneytis er fer með fjárreiður ríkisins.

IX. KAFLI
9. gr.
Breyting á lögum um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001,
með síðari breytingum.

    Í stað orðanna „ráðuneytisstjóri ráðuneytisins“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytisstjórinn.

X. KAFLI
Gildistaka.
10. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Hinn 17. september sl. samþykkti Alþingi ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/ 2011, og lög nr. 126/2011, um breytingar á ýmsum lögum vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Með samþykkt fyrrgreindu laganna ákvað Alþingi að kveða skyldi á um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands með forsetaúrskurði og með samþykkt breytingalaganna voru heiti ráðherra og ráðuneyta felld úr gildandi lögum. Við gildistöku breytingalaganna, 28. september sl., tók jafnframt gildi nýr forsetaúrskurður, nr. 125/2011, þar sem kveðið er á um framangreinda skiptingu stjórnarmálefna.
    Eftir 17. september sl. og samþykkt áðurnefndra laga samþykkti Alþingi lög þar sem heiti ráðherra og ráðuneyta koma fyrir. Með þessu frumvarpi er lagt til að þeim lögum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun Alþingis og fagheiti hlutaðeigandi ráðherra og ráðuneyta felld brott og þess í stað vísað til málaflokka í samræmi við forsetaúrskurðinn. Við samningu frumvarpsins var haft samráð við ráðuneyti í þeim tilvikum þegar tilvísun til málaflokks var nauðsynleg. Frumvarp þetta felur ekki í sér efnisbreytingar og eru málefni ekki færð á milli ráðuneyta. Ekki er því þörf á athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum
vegna nýrra laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.

    Hinn 17. september 2011 samþykkti Alþingi ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, og lög nr. 126/2011, um breytingar á ýmsum lögum vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Með samþykkt fyrrgreindu laganna ákvað Alþingi að kveða skyldi á um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta með forsetaúrskurði og með samþykkt breytingalaganna voru fagheiti ráðherra og ráðuneyta felld úr gildandi lögum. Við gildistöku breytingalaganna, 28. september sl., tók jafnframt gildi nýr forsetaúrskurður, nr. 125/2011, þar sem kveðið er á um framangreinda skiptingu stjórnarmálefna.
    Eftir 17. september sl. og samþykkt áðurnefndra laga samþykkti Alþingi lög þar sem fagheiti ráðherra og ráðuneyta koma fyrir. Með frumvarpi þessu er lagt til að þeim lögum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun Alþingis og fagheiti ráðherra og ráðuneyta felld brott úr lögunum og þess í stað vísað til málaflokka í samræmi við forsetaúrskurðinn.
    Frumvarpið felur ekki í sér efnisbreytingar og eru málefni ekki færð á milli ráðuneyta. Ekki verður séð að lögfesting þess hafi áhrif á kostnað ríkissjóðs.