Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 506  —  257. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, nr. 18/1959, með síðari breytingum (breyting á hlutatölu).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá innanríkisráðuneyti og Guðmund Löve frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.
    Með frumvarpinu er lögð til breyting á a-lið 1. gr. laga um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Breytingin lýtur að því að happdrættið fái heimild til að auka hlutatöluna úr 75.000 hlutum í 80.000 hluti. Með þessu mun heildarfjárhæð vinninga hækka þar sem miðafjöldi verður meiri auk þess sem opnað verður fyrir nýja númeraseríu hjá happdrættinu, þ.e. miða númer 75 þúsund til 80 þúsund.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Birgitta Jónsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 2011.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Skúli Helgason.


Þráinn Bertelsson.



Oddný G. Harðardóttir.


Þuríður Backman.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.