Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 195. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 515  —  195. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (aðgerðir í skattamálum, verðlagsbreytingar o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HHj, LRM, MSch, SkH, ÁÞS).


     1.      Við 2. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: 2. tölul. fellur brott.
     2.      4. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „2.400.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 2.760.000 kr.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „5.400.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 5.692.400 kr.
                  c.      Í stað fjárhæðarinnar „7.800.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 8.452.400 kr.
                  d.      Í stað fjárhæðanna „7.800.000 kr.“ tvívegis og „2.700.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 8.452.400 kr.; og: 2.846.200 kr.
     3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna:
                  a.      Við 1. málsl. bætist: og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu.
                  b.      Við 3. málsl. bætist: og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu.
                  c.      Í stað „ 18/ 37“ í 4. málsl. kemur: 20/ 37.
     4.      Við 5. gr. Á undan orðinu „framfæranda“ í a-lið komi: hvern.
     5.      Á eftir 6. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                  a.      (8. gr.)
                      Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum kemur: 2011 og 2012.
                  b.      (9. gr.)
                      Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVII í lögunum kemur: 2011 og 2012.
     6.      Á eftir 8. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XLIV í lögunum kemur: 2011 og 2012.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      Eftirfarandi breytingar verði á a-lið (I.):
                      1.      Í stað „2014 og 2015“ í 1. og 2. málsl. komi: og 2014.
                      2.      Í stað „2013 og 2014“ í 2. málsl. komi: og 2013.
                      3.      Í stað „2012 og 2013“ í 2. og 3. málsl. 2. mgr. b-liðar komi: og 2012.
                      4.      Í stað „2014 og 2015“ í 3. málsl. 2. mgr. b-liðar komi: og 2014.
                      5.      Í stað „2012 og 2013“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. tölul. h-liðar komi: og 2012.
                      6.      Í stað „2014 og 2015“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. tölul. h-liðar komi: og 2014.
                  b.      Við c-lið (III.) bætist nýr málsliður er orðist svo: Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað á tímabilinu 2012–2014 skulu þrátt fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.
     8.      A-, b-, d- og e-liður 11. gr. falli brott.
     9.      Í stað „3. mgr.“ í b-lið 14. gr. komi: 4. mgr.
     10.      Við 21. gr. Í stað fjárhæðarinnar „4,33 kr.“ í b-lið komi: 7,21 kr.
     11.      Við 23. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „125 kr.“ í a-lið komi: 126 kr.
                  b.      B-liður orðist svo: Í stað fjárhæðanna „46.880 kr.“, „2 kr.“ og „73.800 kr.“ í 4. mgr. kemur: 49.229 kr.; 2,10 kr.; og 77.495 kr.
     12.      Í stað fjárhæðarinnar „677 kr.“ í 26. gr. komi: 701 kr.
     13.      Á eftir XV. kafla komi tveir nýir kaflar, XVI. kafli, Breyting á lögum nr. 87/2011, um gistináttaskatt, með þremur nýjum greinum (34.–36. gr.) og XVII. kafli, Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, með tveimur nýjum greinum (37.–38. gr.) svohljóðandi:
                  a.      (34. gr.)
                      3. gr. laganna orðast svo:
                      Ekki skal leggja gistináttaskatt á sölu gistingar sem ekki ber virðisaukaskatt samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
                  b.      (35. gr.)
                      2. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.
                  c.      (36. gr.)
                      1. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Uppgjörstímabil gistináttaskatts skulu vera þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
                  d.      (37. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
                      a.      Í stað orðanna „1. október 2011 fram til 1. júlí 2012“ í 1. mgr. kemur: 1. janúar 2012 til 1. október 2012.
                      b.      Í stað dagsetningarinnar „1. október 2011“ í 2. og 3. mgr. kemur: 1. janúar 2012.
                  e.      (38. gr.)
                      Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. október 2012.
     14.      30. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                  a.      1.–2., 4.–5., 24.–26. og 30. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2012 og álagningu 2013.
                  b.      3., 8.–14., 22.–23. og 31.–33. gr. öðlast þegar gildi. C-liður 14. gr. kemur til framkvæmda í staðgreiðslu tekjuáranna 2012–2014 og við álagningu 2013–2015.
                  c.      6. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta og vaxtabóta við álagningu opinberra gjalda á árinu 2012.
                  d.      7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2012.
                  e.      15.–21., 27., 29. og 34.–38. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012.
                  f.      28. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2012 vegna tekna ársins 2011.