Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 317. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 577  —  317. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
með síðari breytingum (listaverk o.fl.).

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Efni frumvarpsins er lýst í áliti meiri hlutans. Eins og þar segir lagði fjármálaráðuneyti til eftir framlagningu frumvarpsins að því yrði breytt á þann veg að við ákvæði laga um virðisaukaskatt yrði bætt bráðabirgðaákvæði til úrlausnar á skattalegum álitaefnum er risið hafa í kjölfar hæstaréttardóms um ólögmæti gengistryggðra lána.
    Umfjöllun nefndarinnar varpaði ljósi á að málið varðandi vandasöm skattaleg álitaefni og að óvissa ríkti um það hvort frumvarpið fæli í sér veigamikil frávik frá gildandi framkvæmd.
    Bæði skattyfirvöld og Samtök fjármálafyrirtækja léðu máls á því að leita leiða til lausnar á málinu en á móti lögðu Samtök iðnaðarins áherslu á að tillögur ráðuneytisins næðu fram að ganga. Minni hlutinn hefur að þessu leyti skilning á afgreiðslu málsins úr nefndinni en treystir sér ekki til að skrifa undir álit meiri hlutans.
    Nefndinni hefur ekki gefist tækifæri til mats á málinu í þeirri þinglegu hraðferð sem á því hefur verið. Ekki hefur reynst gerlegt að meta hvort þessi aðferð gangi upp. Minni hlutinn leggur áherslu á að framkvæmdin verði með eins skilvirkum hætti og mögulegt er og hefur í því augnamiði liðkað fyrir framgöngu málsins.

Alþingi, 15. desember 2011.



Guðlaugur Þór Þórðarson,


frsm.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Birkir Jón Jónsson.