Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 625, 140. löggjafarþing 318. mál: Landsvirkjun o.fl. (eigendaábyrgðir, eignarhald Landsnets hf. og frestun fyrirtækjaaðskilnaðar).
Lög nr. 175 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum nr. 19/2011, um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (eigendaábyrgðir, eignarhald flutningsfyrirtækisins og frestun fyrirtækjaaðskilnaðar).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

1. gr.

     9. gr. laganna orðast svo:
     Landsvirkjun er heimilt að stofna til fjárhagslegra skuldbindinga til þarfa fyrirtækisins og gangast í ábyrgð fyrir greiðslum í sama skyni. Nýjar fjárhagslegar skuldbindingar, sem njóta skulu ábyrgðar eigenda skv. 2. mgr. 1. gr., eru háðar samþykki ráðherra.

2. gr.

     Í stað orðsins „lánaskuldbindingum“ í 1. málsl. og sama orðs í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: fjárhagslegum skuldbindingum; og: fjárhagslegu skuldbindingum.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „lánaskuldbindingum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: fjárhagslegum skuldbindingum.
  2. Í stað orðsins „lánsfjárþörf“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: fjárþörf.
  3. Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Aðrar nýjar fjárhagslegar skuldbindingar, sem njóta skulu ábyrgðar eigenda, eru háðar samþykki þeirra.
  4. Í stað orðsins „lánaskuldbindingum“ í 3. mgr. kemur: fjárhagslegu skuldbindingum.


4. gr.

     Í stað orðsins „lánaskuldbindingum“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. og sama orðs í 1. málsl. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: fjárhagslegu skuldbindingum; og: fjárhagslegum skuldbindingum.

III. KAFLI
Breyting á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum.

5. gr.

     Lokamálsliður 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Flutningsfyrirtækið skal vera í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem alfarið eru í eigu þessara aðila.

6. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum orðast svo:
     Ákvæði 2.–4. málsl. 1. mgr. 14. gr. koma til framkvæmda 1. janúar 2014.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 19/2011, um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum.

7. gr.

     2. málsl. 18. gr. laganna orðast svo: Ákvæði 6., 7., 10. og 11. gr. ná til setningar tekjumarka frá og með árinu 2011.

8. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum orðast svo:
     Við gildistöku laga þessara skal ráðherra orkumála skipa nefnd þar sem eiga sæti fulltrúar ráðuneytis orkumála, ráðuneytis fjármála, sveitarfélaga, Landsnets, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK ohf. og Orkubús Vestfjarða. Hlutverk nefndarinnar er að kanna möguleika á breyttu eignarhaldi á flutningsfyrirtækinu, í gegnum beint eignarhald ríkis og/eða sveitarfélaga, og gera tillögu um kaup ríkis og/eða sveitarfélaga á hlut orkufyrirtækja í flutningsfyrirtækinu.
     Nefndin skal skila tillögum eigi síðar en 31. desember 2012.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.