Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 628, 140. löggjafarþing 380. mál: almannatryggingar o.fl. (hækkun bóta, lengra bótatímabil o.fl.).
Lög nr. 178 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um málefni aldraðra og lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað ártalsins „2011“ í 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 2012.

2. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr., hækka um 3,5% á árinu 2012. Fjárhæðir frítekjumarka skv. 16.–18. gr., 21.–22. gr. og 48. gr. skulu þó ekki breytast á árinu 2012.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 1. mgr. 47. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi umsækjandi um atvinnuleysisbætur hins vegar starfað á innlendum vinnumarkaði skemur en a.m.k. síðasta mánuðinn á ávinnslutímabili skv. 15. eða 19. gr. skal Vinnumálastofnun meta hvort viðkomandi umsækjandi um atvinnuleysisbætur teljist hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í skilningi laganna þannig að taka skuli, að því marki sem nauðsynlegt er, tillit til starfstímabila hans sem launamanns eða sjálfstætt starfandi einstaklings, sbr. a- og b-lið 3. gr., í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum enda hafi störf hans veitt honum rétt samkvæmt lögum þess ríkis um atvinnuleysistryggingar.

4. gr.

     1. mgr. 62. gr. laganna orðast svo:
     Heimilt er að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögum þessum eða töldust tryggðir samkvæmt lögum þessum þegar þátttaka í vinnumarkaðstengdum úrræðum hófst í starfs- eða námstengdum vinnumarkaðsúrræðum. Enn fremur er heimilt að veita sömu aðilum sérstaka styrki vegna kostnaðar sem þeir verða fyrir í tengslum við að ráða sig til starfa fjarri heimili, sem og í tengslum við starfs- eða námstengd vinnumarkaðsúrræði.

5. gr.

     Í stað orðanna „31. desember 2011“ í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða X í lögunum kemur: 31. desember 2012.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2011 til og með 31. desember 2011“ í ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum kemur: 1. janúar 2012 til og með 31. desember 2012.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðanna „á árinu 2011“ í ákvæði til bráðabirgða V í lögunum kemur: á árinu 2012.

V. KAFLI
Gildistaka.

8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.