Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 728, 140. löggjafarþing 304. mál: hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Lög nr. 5 1. febrúar 2012.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að samþykkja hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á stofnskrá sjóðsins.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að semja um hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 117,6 milljónum SDR í 321,8 milljónir SDR. Seðlabanki Íslands skal leggja fram það fé sem þarf til hækkunar kvótans, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

2. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt fyrir Íslands hönd að samþykkja breytingar á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem varða fyrirkomulag á framkvæmdastjórn hans og voru samþykktar af sjóðráði sjóðsins 15. desember 2010.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. janúar 2012.