Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 460. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 797  —  460. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar
um aflamagn og tekjur af VS-afla.


     1.      Hvert var heildaraflamagn og heildarverðmæti svokallaðs VS-afla á árunum 2009, 2010 og 2011?
     2.      Hvernig skiptist aflamagn og verðmæti eftir fisktegundum árin 2009, 2010 og 2011?
    Heildaraflamagn og heildarverðmæti VS-afla eftir fisktegundum á árunum 2009, 2010 og 2011 má sjá í töflu 1.

Tafla 1.

2009 2010 2011
Bráðabirgðatölur fyrir
fyrstu 11 mánuði ársins:
Afli upp úr sjó (kg) Verðmæti
(ISK)
Afli upp úr sjó (kg) Verðmæti
(ISK)
Afli upp úr sjó (kg) Verðmæti
(ISK)
Blálanga 23 1.528 358 53.694 231 37.920
Djúpkarfi 11.175 798.171 1.753 338.329 59 5.664
Grálúða 9 3.128 4.209 1.577.055
Grásleppa 16 320 509 469.396 2 88
Gullkarfi 187.550 24.685.216 235.313 43.024.401 135.882 28.578.717
Hlýri 115 16.842 96 28.563 172 73.332
Hvítskata 2 10
Keila 41.175 3.391.608 117.378 14.353.987 55.316 8.099.198
Kolmunni 106.282 2.333.097 760 3.800
Langa 21.809 2.246.873 228.557 35.148.495 107.730 19.596.565
Langlúra 4.335 260.453 10.541 1.450.201 1.757 378.455
Litli karfi 100 13.700
Loðna 59.000 1.180.000
Lúða 41 26.802 22 10.086 17 16.904
Lýsa 299 27.849 195 18.680 21 2.952
Rauðmagi 14 546 184 12.030 75 2.781
Sandkoli 1.201 25.091 1.688 98.121 4.348 221.742
Síld 157 1.241 209.096 7.200.835 95.567 1.470.723
Skarkoli 12.878 1.365.797 37.263 5.250.678 36.961 6.931.560
Skrápflúra 48 1.920
Skötuselur 11.055 4.372.828 47.391 19.204.324 42.968 15.971.668
Sólkoli 137 13.242 6.552 1.609.948 6.547 3.505.550
Steinbítur 130.780 18.916.836 75.852 13.451.122 46.745 7.592.193
Tindaskata 90 1.350 23 690
Ufsi 14.720 1.646.631 79.712 13.077.228 76.479 12.194.925
Ýsa 43.924 8.468.942 213.801 38.962.287 162.090 33.778.749
Þorskur 3.929.365 691.714.052 3.346.792 869.964.168 1.961.723 507.477.634
Öfugkjafta 11 180
Samtals 4.410.769 757.980.868 4.778.595 1.067.259.958 2.739.682 647.518.865

    Upplýsingar í töflunni eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum og má þar sjá heildarmagn og heildarverðmæti VS-afla á árunum 2009, 2010 og fyrstu 11 mánuðum ársins 2011, en skýrslur fyrir desember 2011 hafa ekki verið færðar inn. Rétt er að benda á að hér er spurt um heildarverðmæti aflans en ekki greiðslur til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Heildarverðmæti aflans lýsir söluandvirði hans á fiskmarkaði en af því er dreginn hlutur útgerðar auk kostnaðar, áður en greitt er til sjóðsins.

     3.      Hvernig hefur tekjunum verið ráðstafað til einstakra verkefna sömu ár?
    Tekjur Verkefnasjóðs sjávarútvegsins af VS-afla á árunum 2009, 2010 og 2011 voru sem hér segir (millj. kr.):

2009 2010 2011
561,6 799,6 516,2 *
*áætlun

    Ráðstöfun tekna til einstakra verkefna á árunum 2009, 2010 og 2011 má sjá í töflum 2–7.
    Varðandi styrki til sumarstarfa sem veittir voru úr almennri deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins á árunum 2010 og 2011 er rétt að taka fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ákvað að bregðast við miklum skorti á sumarstörfum og skapa, í samvinnu við stofnanir sínar, allt að 70 sumarstörf hvort ár. Styrkir í því skyni voru veittir til Hafrannsóknastofnunarinnar, Veiðimálastofnunar, Fiskistofu, Matís ohf. og AVS-rannsóknasjóðs. Verkefnið var tvíþætt: Annars vegar veitti sjóðurinn styrk til fyrirtækja sem gátu þá ráðið nýtt fólk til starfa í afmörkuð verkefni og var gert ráð fyrir að fólk sem ekki hefði sumarvinnu gæti sótt um styrk í afmörkuð verkefni í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Kröfur til verkefnanna voru að þau hefðu með einum eða öðrum hætti jákvæð áhrif á aukið verðmæti sjávarfangs. AVS-rannsóknasjóður annaðist afgreiðslu þeirra styrkja fyrir hönd ráðuneytisins. Hins vegar voru stofnunum ráðuneytisins veittir styrkir til að ráða til sín sumarfólk til tiltekinna rannsókna, nýsköpunar og eftirlitsverkefna. Störfin kölluðu á fjölbreytilegan bakgrunn starfsmanna og voru staðsett víða um land.

Tafla 2. Úthlutun úr almennri deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2009.

Umsækjendur Heiti verkefnis

Úthlutun (kr.)

Hafrannsóknastofnunin Rannsóknir á gulldeplu 9.000.000
Hafrannsóknastofnunin og Veiðimálastofnun Rannsóknir á unglaxi í sjó suðvestur af Íslandi 19.650.000
Hafrannsóknastofnunin Kortlagning hafsbotnsins 37.400.000
Hafrannsóknastofnunin Eftirlit með fiskeldiskvóta 5.800.000
Hafrannsóknastofnunin Flugtalningar 16.000.000
Hafrannsóknastofnunin Vistkerfi Íslands 24.600.000
Hafrannsóknastofnunin Makríll í íslenskri lögsögu 33.400.000
Fiskistofa Hugbúnaður vegna eftirlits með andvirði VS- afla 250.000
AVS-rannsóknasjóður í sjávarútvegi Vottun ábyrgra fiskveiða 16.000.000
Hafrannsóknastofnunin Rafrænar afladagbækur 1.500.000
Hafrannsóknastofnunin Makrílrannsóknir 8.100.000
Hafrannsóknastofnunin Tegundir botnþörunga í sjó við Ísland 8.200.000
Hafrannsóknastofnunin Kortlagning búsvæða á hafsbotni við Ísland 22.700.000
Hafrannsóknastofnunin Stofnmæling (vöktun) á marsíli við Ísland 12.800.000
Hafrannsóknastofnunin Áhrif veiða á lífssögu þorsks 6.200.000
Hafrannsóknastofnunin Kjörhæfisrannsóknir 22.300.000
Hafrannsóknastofnunin Kjörhæfni við humarveiðar 4.600.000
Hafrannsóknastofnunin Rannsóknir á atferli þorsks með sérstöku tilliti til veiðanleika 6.400.000
Hafrannsóknastofnunin Svipgerð þorsks á Íslandsmiðum 4.200.000
Hafrannsóknastofnunin Ichthypophonus-sýking 20.000.000
Hafrannsóknastofnunin Rannsóknaleiðangur Súlunnar á síldarmið 33.611.500
Hafrannsóknastofnunin Sýnasöfnun og erfðagreining hvalasýna 12.400.000
Samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins * Rannsóknastyrkir á samkeppnissviði 75.000.000
Samtals Hafrannsóknastofnunin 308.861.500
Samtals Fiskistofa 250.000
Samtals AVS-rannsóknasjóður 16.000.000
Samtals samkeppnisdeild Verkefnasjóðs 75.000.000
Styrkir alls 2009 400.111.500
* Sjá sundurliðun í töflu 3.






Tafla 3. Úthlutun úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2009.


Umsækjandi Heiti verkefnis

Úthlutun (kr.)

Matís – Prokaria ehf. Erfðaþættir stærðar, vaxtar og kynþroska í þorski á Íslandsmiðum 5.000.000
Akvaplan-Niva á Íslandi Sandhverfa – landnemi úr djúpinu 3.500.000
Matís ohf. Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í NA-Atlantshafi 5.000.000
Þekkingarsetur Vestmannaeyja Móttökustöð lifandi sjávardýra 4.900.000
Matís ohf. Stofnerfðafræði leturhumars 5.000.000
Matís ohf. Íslenskir firðir: náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar 4.100.000
Matís ohf. Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja 5.000.000
BioPol ehf. Líffræði og hegðunarmynstur hrognkelsa í Húnaflóa og Skagafirði – leiðir til nýrra nýtingarmöguleika 4.000.000
Laxfiskar ehf. Umbætur í ýsuveiðum með hliðsjón af gönguhegðun ýsu 5.000.000
Líffræðistofnun HÍ Pan I genið: starf þess og stofngerð þorsks við Ísland 5.000.000
Vör, Sjávarrannsóknasetur Dýrasvif í Breiðafirði: fæðunám og frjósemi átu 3.900.000
Veiðimálastofnun Landnám, útbreiðsla og nýtingarmöguleikar nýrrar tegundar við Íslandsstrendur, ósakola 3.800.000
Líffræðistofnun HÍ Töskukrabbi – ný nytjategund á Íslandsmiðum 3.000.000
Líffræðistofnun HÍ Vistfræðileg tengsl ferskvatnsrennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsksins 5.000.000
Líffræðistofnun HÍ Kortlagning líffræðilegs fjölbreytileika þorsks með áherslu á atferli í tengslum við æxlun og far 5.000.000
Háskólinn á Akureyri Útbreiðsla og magn ígulkerja í Eyjafirði 1.800.000
Háskólinn á Hólum Áhrif sjálfráns á atferli og vöxt seiða 1.500.000
Birgisás ehf. Atvinnuveiðar á trjónukrabba 2.000.000
HÍ – Vest Vistfræði þorskseiða á uppeldisstöðvum 2.500.000
Samtals 75.000.000


Tafla 4. Úthlutun úr almennri deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2010.

Umsækjendur
Heiti verkefnis

Úthlutun (kr.)

Hafrannsóknastofnunin Kortlagning hafsbotnsins 34.400.000
Hafrannsóknastofnunin Vistkerfi Íslandshafs 26.200.000
Hafrannsóknastofnunin Kortlagning búsvæða í hafinu við Ísland 19.100.000
Hafrannsóknastofnunin Mælingar á stærð loðnustofnsins að vetrarlagi 45.000.000
Hafrannsóknastofnunin Makríll í íslenski fiskveiðilögsögu 66.600.000
Hafrannsóknastofnunin Kjörhæfnisrannsóknir 30.200.000
Hafrannsóknastofnunin Kjörhæfni við humarveiðar 5.800.000
Hafrannsóknastofnunin Stofnmæling (vöktun) á marsíli við Íslandi 10.200.000
Hafrannsóknastofnunin Rannsóknir á hrygningu makríls 33.400.000
Hafrannsóknastofnunin Svipgerð þorsks á Íslandsmiðum 3.100.000
Hafrannsóknastofnunin Áhrif veiða á lífssögu þorsks 5.300.000
Hafrannsóknastofnunin Rannsóknir á ichthypophonus sýkingu í íslenskri sumargotssíld 22.900.000
Hafrannsóknastofnunin Stofnmæling botnfiska að haustlagi 80.000.000
Hafrannsóknastofnunin Starfsmaður við útibú í Ólafsvík 10.000.000
Hafrannsóknastofnunin Greiningarvinna fyrir Hafrannsóknastofnunina í Rannsóknastöðinni í Sandgerði 14.800.000
Veiðimálastofnun Rannsóknir á laxi í sjó umhverfis Ísland 16.490.000
Veiðimálastofnun Aðstaða til rannsókna á sjúkdómum í fiski og forvörnum gegn þeim 3.000.000
Fiskistofa Skýrsla um úttekt á framgangi og áhrifum strandveiða sumarið 2009 2.586.000
Veiðimálastofnun Sumarstörf sbr. átak ríkisstjórnar í atvinnumálum 10.000.000
Fiskistofa Sumarstörf sbr. átak ríkisstjórnar í atvinnumálum 8.000.000
AVS-rannsóknasjóður í sjávarútvegi Sumarstörf sbr. átak ríkisstjórnar í atvinnumálum 21.090.000
Hafrannsóknastofnunin Tækjakaup* 35.000.000
Fiskistofa Rafræn stjórnsýsla 4.451.000
Hafrannsóknastofnunin Sumarstörf sbr. átak ríkisstjórnar í atvinnumálum 7.700.000
Matís ohf. Sumarstörf sbr. átak ríkisstjórnar í atvinnumálum 15.000.000
AVS-rannsóknasjóður í sjávarútvegi Viðbótarframlag til að efla stuðning við rannsóknir 100.000.000
Samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins* Styrkir á samkeppnissviði 100.000.000
Rannsóknaaðstaða Rannsóknaaðstaða á Skúlagötu 4 80.000.000
Samtals samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 100.000.000
Samtals Hafrannsóknastofnunin 449.700.000
Samtals Fiskistofa 15.037.000
Samtals Veiðimálastofnun 29.490.000
Samtals Matís ohf. 15.000.000
Samtals AVS-rannsóknasjóður 121.090.000
Samtals rannsóknaaðstaða 80.000.000
Styrkir alls 2010 810.317.000

* Sjá sundurliðun í töflu 5.

Tafla 5. Úthlutun úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2010.

Umsækjandi Heiti verkefnis Úthlutun (kr.)
Matís ohf. Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja 5.000.000
Akvaplan-Niva á Íslandi Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu 3.500.000
Matís ohf. Erfðaþættir stærðar, vaxtar og kynþroska í þorski á Íslandsmiðum 5.000.000
Vör, sjávarrannsóknarsettur við Breiðafjörð Dýrasvif í Breiðafirði – fæðunám og frjósemi átu 1.740.000
Matís ohf. Íslenskir firðir: náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar 2.500.000
Líffræðistofnun HÍ Kortlagning líffræðilegs fjölbreytileika þorsks með áherslu á atferli í tengslum við æxlun og far 3.000.000
Laxfiskar ehf. Umbætur í ýsuveiðum með hliðsjón af gönguhegðun ýsu 5.000.000
Líffræðistofnun HÍ Pan I genið: starf þess og stofngerð þorsks við Ísland 5.000.000
BioPol ehf. Líffræði og hegðunarmynstur hrognkelsa í Húnaflóa og Skagafirði, leiðir til nýrra nýtingarmöguleika 6.000.000
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum Vistfræði þorskseiða á uppeldisstöðvum 5.500.000
Íslenskur kræklingur ehf. Forsendur skelræktar í Steingrímsfirði 1.800.000
Matís ohf. Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum og áhrif þeirra á umhverfi og fæðuframboð nytjalífvera. 5.000.000
Háskólinn á Akureyri Nýting og stjórnun veiða á ígulkerjum í Eyjafirði 3.500.000
Matís ohf. Breytileiki á eiginleikum lýsu eftir árstíma 4.500.000
Bergur Huginn Nýting á slógi m.t.t. umhverfisáhrifa 2.500.000
Matís ohf. Fitusamsetning í þorskholdi eftir árstíma og veiðisvæðum 4.500.000
Matís ohf. Fæðubótaefni úr íslensku þangi 5.000.000
ÍSG-ræktun Þekkingargrunnur fyrir veiðar, vinnslu og markaðssetningu íslenskra krabbategunda 4.000.000
Náttúrustofa Vestfjarða Möguleikar á sameldi Atlantshafsþorsks og kræklings 2.000.000
BioPol ehf. Sjávarlíftæknisetur Lífshættir, stofnsamsetning og vistfræðileg áhrif skötusels á nýjum útbreiðslusvæðum 5.000.000
Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð Kræklingur og hörpudiskur: greining fæðugerða með umhverfisgenagreiningu 4.500.000
Hafrannsóknastofnunin Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far hjá steinbít 4.000.000
Veiðimálastofnun Nýtingarmöguleikar og tilraunaveiðar á nýrri tegund, ósakola, við Íslandsstrendur 3.400.000
Laxfiskar ehf. Gönguhegðun steinbíts innfjarða 1.000.000
Hólmadrangur ehf. Útdráttur Astaxanthins úr rækjuskel 2.000.000
Matís ohf. Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í NA-Atlantshafi: líffræðilegur fjölbreytileiki og vinnslueiginleikar 5.000.000
Styrkir alls 2010 99.940.000

Tafla 6. Úthlutun úr almennri deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2011.


Umsækjendur Heiti verkefnis

Úthlutun (kr.)

Hafrannsóknastofnunin Samkvæmt samningi og rannsóknaáætlun 2011 400.200.000
Hafrannsóknastofnunin Sumarstörf 11.573.385
Fiskistofa Rafræn stjórnsýsla 12.798.000
Fiskistofa Verkefni rannsókna- og brotadeildar 35.125.000
Fiskistofa Sérstakt eftirlit með löndun, vigtun og skráningu uppsjávarfiska 8.000.000
Fiskistofa Veiðieftirlit á grunnslóð 7.000.000
Fiskistofa Sumarstörf 7.000.000
Matís ohf. Vöruþróunarsetur sjávarafurða 30.000.000
Matís ohf. Sumarstörf 25.000.000
Veiðimálastofnun Rannsóknir á laxi í sjó á Íslandsmiðum 21.000.000
Veiðimálastofnun Sumarstörf 6.000.000
AVS Sumarstörf 21.330.000
Matvælastofnun Sumarstörf 4.000.000
Verkefnasjóður samkeppnisdeild* Úthlutun 2011 150.000.000
Samtals samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 150.000.000
Samtals Hafrannsóknastofnunin 411.773.385
Samtals Fiskistofa 69.923.000
Samtals Veiðimálastofnun 27.000.000
Samtals Matís ohf. 55.000.000
Samtals AVS-rannsóknasjóður 21.330.000
Styrkir alls 2011 735.026.385
*Sjá sundurliðun í töflu 7.


Tafla 7. Úthlutun úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2011.

Umsækjandi Heiti verkefnis

Úthlutun (kr.)

Akvaplan-Niva á Íslandi Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu 3.500.000
Arctic Seafood Þekkingargrunnur fyrir veiðar, vinnslu og markaðssetningu íslenskra krabbategunda 6.000.000
BioPol ehf. sjávarlíftæknisetur Lífshættir, stofnsamsetning og vistfræðileg áhrif skötusels á nýjum útbreiðslusvæðum 4.400.000
Hafrannsóknastofnunin Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far hjá steinbít 5.000.000
Laxfiskar ehf. Umbætur í ýsuveiðum með hliðsjón af gönguhegðun ýsu 5.700.000
Matís ohf. Íslenskir firðir: náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar 4.800.000
Matís ohf. Fjölbreytileiki örvera á grunn- og djúpslóð, áhrif þeirra á vistkerfi sjávar og fæðuframboð nytjalífvera 6.200.000
Matís ohf. Fæðubótaefni úr íslensku þangi 5.400.000
Matís ohf. Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar sbr. aðra stofna í NA-Atlantshafi 5.000.000
Náttúrustofa Vestfjarða Möguleikar á sameldi Atlantshafsþorsks og kræklings 1.900.000
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum Vistfræði þorskseiða á uppeldisstöðvum 6.000.000
Vör, sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð Kræklingur og hörpudiskur: greining fæðugerða með umhverfisgenagreiningu 5.300.000
BioPol ehf. sjávarlíftæknisetur Bandormssýkingar í kviðarholi og þunnildum ufsa 2.900.000
BioPol sjávarlíftæknisetur Aðferðafræði við vöktun á árstíðabreytingum og uppsöfnun þörungaeiturs í bláskel 5.900.000
Hafrannsóknastofnunin Söl, útbreiðsla, vöxtur og nýting 6.000.000
Hafrannsóknastofnunin Erfðabreytileiki Cyclopterus lumpus (hrognkelsa) 7.000.000
Hafrannsóknastofnunin Samanburðarrannsókn á göngumynstri og arfgerðareinkennum þorskstofna 6.900.000
Háskólasetur HÍ á Suðurnesjum Ísland hreint og ómengað? Áhrif olíumengunar á ósnortin strandsvæði Íslands 7.700.000
Háskólasetur Snæfellsness Marflær sem áviti á umhverfisáhrif síldargengdar á grunnsævi við Ísland 3.000.000
Háskóli Íslands Aðgreining undirstofna þorsks 7.700.000
Háskólinn á Akureyri Örveruhemjandi virkni frá sjávarörverum 4.500.000
Íslensk matorka Þari og þang sem fóðurhráefni 1.600.000
Matís ohf. Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland 6.700.000
Matís ohf. Stofnerfðafræði makríls á Íslandsmiðum – er stofninn eingöngu evrópskur? 6.500.000
Náttúrustofa Vestfjarða Rannsókn og vöktun á veiðisvæðum dragnótar 5.200.000
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum Stöðugleiki stofngerðar þorsks í tíma og rúmi 2.600.000
Selasetur Íslands Talning landsela úr lofti við strandir Íslands sumarið 2011 6.500.000
Sjávarleður hf. Gerum ufsaskinn að tískuvöru 2.000.000
Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð Mæling á magni eiturþörunga: sérvirk ljómun eiturþörunga með þáttapörun á flúrmerktum þreifurum 2.200.000
Matís ohf. Fitusamsetning í þorskholdi 2.000.000
Laxfiskar ehf. Gönguhegðun steinbíts innfjarða 500.000
Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Sjúkdómsvaldandi sjávarbakteríur í volgum sjó við strendur Íslands 1.500.000
Vatn og sjór ehf. Tilraunaveiðar á vannýttum skeljategundum 1.900.000
Samtals 150.000.000