Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 314. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 841  —  314. mál.

2. umræða.


Nefndarálit með breytingartillöguum frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna
nýrra laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar til samræmis við ný lög um Stjórnarráð Íslands sem fela í sér að kveðið er á um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta með forsetaúrskurði í stað laga. Samhliða þeirra breytingu voru fagheiti ráðherra og ráðuneyta felld úr lögum og vísað til málaflokka. Með frumvarpinu er lagt til að fagheiti ráðherra og ráðuneyta í lögum sem samþykkt voru eftir þá breytingu verði lagfærð.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Í stað orðanna ,,154. gr. laganna“ í b-lið 6. gr. komi: 155. gr. laganna.

    Róbert Marshall og Davíð Stefánsson, varamaður Álfheiðar Ingadóttur, voru fjarverandi og Vigdís Hauksdóttir sat hjá við afgreiðsluna.

Alþingi, 21. febrúar 2012.Valgerður Bjarnadóttir,


form., frsm.


Lúðvík Geirsson.


Magnús M. Norðdahl.Pétur H. Blöndal.


Birgir Ármannsson.


Margrét Tryggvadóttir.