Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 901, 140. löggjafarþing 488. mál: matvæli (reglugerð um merkingu matvæla).
Lög nr. 19 12. mars 2012.

Lög um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 18. gr. a laganna kemur ný grein sem verður 18. gr. b, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja ákvæði um að matvælafyrirtæki geti merkt matvæli sem þau framleiða eða dreifa með viðurkenndri áherslumerkingu sem gefi til kynna að matvælin séu í samræmi við stefnu stjórnvalda um manneldismarkmið, af miklum gæðum eða hafi önnur sameiginleg einkenni.
     Í reglugerðinni skal kveðið á um gerð merkinga og hvaða kröfur eru gerðar fyrir notkun þeirra, í hvaða tilgangi heimilt sé að nota þær, gæðaviðmið, kröfur til framleiðslu og verkunar, hvernig eftirliti skuli háttað, ábyrgð matvælafyrirtækja, skráningu, kostnað við eftirlit og annað er varðar notkun þeirra.
     Við undirbúning setningar reglugerðar skal ráðherra leita álits landlæknisembættisins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2012.