Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 147. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1092  —  147. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn.

Frá Eygló Harðardóttur.


     1.      Við 11. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
             Landlæknir má einnig, ef nauðsyn krefur, veita þeim sem lokið hafa fjórða árs námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands eða sambærilegu námi við annan háskóla tímabundið starfsleyfi til að gegna störfum lyfjafræðings. Í slíkum tilvikum skal lyfjafræðinemi starfa með og á ábyrgð lyfjafræðings.
     2.      Á eftir 25. gr. komi ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Hagsmunaskráning.

             Landlæknir skal halda skrá yfir hagsmunatengsl heilbrigðisstarfsmanna.
             Heilbrigðisstarfsmaður skal tilkynna landlækni um tengsl við framleiðendur, dreifingaraðila eða heildsala lyfja og lækningatækja eigi hann verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá viðkomandi. Einnig skal hann tilkynna landlækni ef hann er eigandi að svo stórum hlut slíks aðila að hann eigi þar verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta.
             Framleiðendur, dreifingaraðilar og heildsalar lyfja og lækningatækja sem njóta greiðsluþátttöku ríkisins skulu tilkynna landlækni árlega um greiðslur eða hlunnindi sem einstakir heilbrigðisstarfsmenn, hagsmunasamtök þeirra eða heilbrigðisstofnanir njóta frá þeim, að fjárhæð 1.500 kr. eða meira.
             Nánar skal kveðið á um hagsmunaskráningu, m.a. um skráningu, aðgengi að skránni, tengsl og mat á verulegum fjárhagslegum hagsmunum í reglugerð.
     3.      Í stað orðanna „að framlengja leyfi til tveggja ára í senn, þó aldrei oftar en þrisvar“ í síðari málslið 26. gr. komi: að framlengja leyfi um eitt ár í senn.
     4.      Á eftir orðunum „lögum um heilbrigðisstarfsmenn“ í 2. tölul. 34. gr. komi: og við 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. sömu laga bætist: sbr. lög um heilbrigðisstarfsmenn.