Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 636. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1101  —  636. mál.

Síðari umræða.


Nefndarálit



um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

Frá 2. minni hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.


    Annar minni hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gagnrýnir vinnubrögð meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í máli þessu. Hefur ferill málsins verið ein sorgarsaga sem óþarfi er að tíunda í nefndaráliti þessu en óhjákvæmilegt er þó að minnast á aðkomu Hæstaréttar að kosningu stjórnlagaráðs. Úrskurðaði rétturinn kosninguna ógilda. Í flestum lýðræðisríkjum hefði sú ríkisstjórn sem ekki gat framkvæmt gilda kosningu sagt af sér. Hér á landi virðast gilda önnur lögmál um þá ríkisstjórn sem nú situr, sér í lagi þegar ljóst er að hún hunsar þrígreiningu ríkisvaldsins. Eru slík stjórnvöld hæf til að gera tillögur að stjórnarskrárbreytingum þegar misfarið er svo með vald?
    Sá kostnaðarsami ferill sem ríkisstjórnin stendur fyrir og miðar að því að breyta stjórnarskrá Íslands er þyrnum stráður. Sífellt hafa verið leiknir tafaleikir til að flækja málið frekar og gera það ófaglegt. Svo virðist sem ríkisstjórnin viti ekki enn að alþingismenn fara með stjórnskipunarvaldið og ekki er hægt að úthýsa því. Eftir að hið svokallaða stjórnlagaráð skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá til Alþingis hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd haft málið til umræðu í rúma fimm mánuði. Engin efnisleg umræða hefur farið fram í nefndinni, einungis hefur verið tekið á móti gestum og álitsgjöfum. Skemmst er frá því að segja að 2. minni hluti man ekki eftir neinum nafngreindum sérfræðingum í stjórnskipunar-, auðlinda- og umhverfisrétti eða á öðrum réttarsviðum sem hafa lagt heildstætt lofsyrði á tillögur ráðsins vegna misræmis í tillögunum. Þetta segir sína sögu, en viðkvæði meiri hlutans var að „engin lögfræðielíta“ ætti að koma að gerð nýrrar stjórnarskrár.
    Þetta viðhorf meiri hlutans segir allt sem segja þarf um feril málsins. Eftir rúm þrjú ár á valdastóli eru þetta tillögur ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálum: að spyrja landsmenn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hvort heimilt væri að leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá að eftir að gerðar hafa verið breytingar með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Nú hefur verið lögð fram breytingartillaga að þessari tillögugrein, enda fáheyrt að kjörnir þingmenn þurfi sérstakt leyfi að leggja fram frumvörp. Í raun er búið að umbylta upphaflegri þingsályktunartillögu og hefur meiri hlutinn lagt til breytingar á hverri einustu málsgrein. Það eitt sýnir hve málið er illa unnið, hroðvirknislegt og unnið í miklum flýti. Þess ber að geta að landskjörstjórn treysti sér ekki til að mæla með upphaflegu spurningunum í þingsályktunartillögunni og sá á þeim mikla meinbugi.
    Í ljósi þess að boðað er til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum telur 2. minni hluti það eðlilega kröfu út frá lýðræðissjónarmiðum að landsmenn fái að segja hug sinn til umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Naumur meiri hluti alþingismanna tók þá ákvörðun í atkvæðagreiðslu á Alþingi hinn 16. júlí 2009 að hafna breytingartillögu um að landsmenn segðu hug sinn um það hvort leggja ætti inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. 1 Féllu atkvæði þannig að nei sögðu 32 þingmenn, já sögðu 30 þingmenn og einn alþingismaður sat hjá. 2
    Síðar hefur komið í ljós að margir stjórnarþingmenn voru beittir hótunum og óeðlilegum þrýstingi í aðdraganda þessarar atkvæðagreiðslu. Það er mikilvægt að það sé skýrt hvort þjóðarvilji sé fyrir ESB-umsókn Íslands. Sú skoðun meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að breytingartillaga á þingskjali 1028 „varði eðlisólíkt og ótengt mál“ en boðað er í þingsályktunartillögu þessari er fráleit og lýsir fyrst og fremst þeirri afstöðu meiri hlutans að einungis skuli kosið um mál sem henta ríkisstjórninni. Þetta lýsir einnig hræðslu við þá staðreynd að stefna ríkisstjórnarinnar í ESB-umsóknarmálinu kunni að vera í andstöðu við vilja meiri hluta þjóðarinnar. Landsmenn eru fullfærir um að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu álitamáli samhliða forsetakosningum.
    Nú þegar hefur 2. minni hluti lagt fram breytingartillögu í málinu, sbr. þingskjal 1028, sem orðast svo: „Við 3. efnismálsgrein bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?“ Svarmöguleikar við þeirri spurningu eru já og nei. 2. minni hluti leggur í þessu sambandi til frekari breytingar, í sérstöku þingskjali, þ.e. að 1. mgr. og heiti tillögunnar verði breytt þannig að skýrt sé tekið fram að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnlagaráðstillögurnar eigi að greiða atkvæði um aðildarumsóknina.

Alþingi, 29. mars 2012.



Vigdís Hauksdóttir.


Fylgiskjal.


Atkvæðagreiðsla


Alþingi 137. löggjafarþing. 45. fundur. Atkvæðagreiðsla 41077
38. mál. aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þskj. 256. 1
16.07.2009 12:19
Fellt

Atkvæði féllu þannig: Já 30, nei 32, greiddu ekki atkv., 1 fjarvist 0, fjarverandi 0

Jóhanna Sigurðardóttir: nei, Jón Bjarnason: já, Jón Gunnarsson: já, Jónína Rós Guðmundsdóttir: nei, Katrín Jakobsdóttir: nei, Katrín Júlíusdóttir: nei, Kristján Þór Júlíusson: já, Kristján L. Möller: nei, Lilja Rafney Magnúsdóttir: já, Lilja Mósesdóttir: nei, Magnús Orri Schram: nei, Margrét Tryggvadóttir: já, Oddný G. Harðardóttir: nei, Ólína Þorvarðardóttir: nei, Ólöf Nordal: já, Pétur H. Blöndal: já, Ragnheiður E. Árnadóttir: já, Ragnheiður Ríkharðsdóttir: já, Róbert Marshall: nei, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: já, Sigmundur Ernir Rúnarsson: nei, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir: nei, Sigurður Ingi Jóhannsson: já, Siv Friðleifsdóttir: nei, Skúli Helgason: nei, Steingrímur J. Sigfússon: nei, Steinunn Valdís Óskarsdóttir: nei, Svandís Svavarsdóttir: nei, Tryggvi Þór Herbertsson: já, Unnur Brá Konráðsdóttir: já, Valgerður Bjarnadóttir: nei, Vigdís Hauksdóttir: já, Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já, Þór Saari: já, Þórunn Sveinbjarnardóttir: nei, Þráinn Bertelsson: nei, Þuríður Backman: nei, Ögmundur Jónasson: nei, Össur Skarphéðinsson: nei, Atli Gíslason: já, Álfheiður Ingadóttir: nei, Árni Páll Árnason: nei, Árni Johnsen: já, Árni Þór Sigurðsson: nei, Ásbjörn Óttarsson: já, Ásmundur Einar Daðason: já, Birgir Ármannsson: já, Birgitta Jónsdóttir: já, Birkir Jón Jónsson: greiðir ekki atkvæði, Bjarni Benediktsson: já, Björgvin G. Sigurðsson: nei, Bjarkey Gunnarsdóttir: nei, Einar K. Guðfinnsson: já, Eygló Harðardóttir: já, Guðbjartur Hannesson: nei, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: já, Guðlaugur Þór Þórðarson: já, Guðmundur Steingrímsson: nei, Gunnar Bragi Sveinsson: já, Helgi Hjörvar: nei, Höskuldur Þórhallsson: já, Illugi Gunnarsson: já, Ásta R. Jóhannesdóttir: nei

________________________________________

já:

Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

nei:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

greiðir ekki atkvæði:
Birkir Jón Jónsson
Neðanmálsgrein: 1
    1 Breytingartillagan hljóðaði svo: „Í stað 1. málsl. efnisgreinarinnar komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.“ (Þskj. 256, 38. mál á 137. löggjafarþingi.)
Neðanmálsgrein: 2
    2 Sjá fylgiskjal.