Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 467. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1334  —  467. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til myndlistarlaga.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar
(BjörgvS, ÞBack, JRG, ÞrB, RR, BirgJ).


     1.      Í stað orðanna „Myndhöfundasjóður Íslands/Myndstef“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. komi: Listfræðafélag Íslands.
     2.      Við 13. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Opinberar byggingar ásamt umhverfi þeirra, svo og önnur útisvæði í opinberri eigu, skal fegra með listaverkum.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Byggingar sveitarfélaga og stofnana þeirra geta enn fremur talist til opinberra bygginga enda séu umráð sveitarfélags yfir þeim með hliðstæðum hætti og greinir í 1. mgr. Til opinberra bygginga í skilningi laga þessara teljast hins vegar ekki byggingar sem eru reistar til bráðabirgða, skemmur og önnur mannvirki eða byggingar þar sem staðsetning takmarkar mjög aðgengi.
     3.      Á eftir orðunum „Verja skal“ í 1. málsl. 14. gr. komi: að minnsta kosti.
     4.      1. mgr. 20. gr. orðist svo:
                  Listaverk sem hefur notið framlags samkvæmt lögum þessum telst í opinberri eigu. Verk sem hafa notið styrks úr listskreytingasjóði skulu vera aðgengileg almenningi.
     5.      Heiti IV. kafla verði: Listaverk í opinberum byggingum og á útisvæðum.
     6.      Við 22. gr. bætist: að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að því er varðar verkefni á sveitarstjórnarstigi.