Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 367. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1335  —  367. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umræðu, 15. maí.)


1. gr.

    Á eftir orðinu „tollyfirvöldum“ í 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: í sex ár frá birtingardegi.

2. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 36. gr. laganna orðast svo: Tollmiðlara er heimilt að afhenda hraðsendingu til notkunar innan lands án greiðslu aðflutningsgjalda, enda láti hann tollstjóra tímanlega í té með rafrænum hætti upplýsingar um nöfn og kennitölur sendanda og innflytjanda auk upplýsinga um verðmæti, tegund og þyngd sendingar og setji tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.

3. gr.

    Á eftir orðinu „tollalögum“ í 3. málsl. 2. tölul. 1. mgr. 91. gr. laganna kemur: eða.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 108. gr. c laganna:
     a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að flytja vörur í umflutningsgeymslu á annað geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                      Óheimilt er að afhenda vörur úr umflutningsgeymslu til notkunar innan lands.

5. gr.

    Í stað tölunnar „30“ í 4. mgr. 114. gr. laganna kemur: 60.

6. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 125. gr. laganna orðast svo: Þó verða dráttarvextir einungis reiknaðir tvö ár aftur í tímann frá þeim degi sem úrskurður um endurákvörðun aðflutningsgjalda er kveðinn upp.

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „15.000 evrum“ í 1. mgr. 162. gr. laganna kemur: 10.000 evrum.

8. gr.

    Við 1. mgr. 195. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Tolleftirlitsgjald þegar óskað er viðveru tollvarðar eða þjónustu tollgæslu utan almenns opnunartíma tollskrifstofu, svo sem vegna afgreiðslu hraðsendinga og póstsendinga og til að staðfesta útflutning vöru. Gjaldið skal standa straum af launakostnaði vegna tolleftirlits.

9. gr.

    A-tollur tollskrárnúmersins 8527.1303 í viðauka I við lögin verður 0%.

10. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skal 2. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. október 2012.