Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 680. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 27/140.

Þingskjal 1338  —  680. mál.


Þingsályktun

um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks.


    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp til að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14–23 ára. Starfshópnum verði falið að halda áfram þeirri vinnu sem starfshópur sem skipaður var í september 2010 í sama skyni skilaði af sér og vinna úr tillögum hans. Hópurinn leggi fram tillögur að leiðum til úrbóta. Að auki verði hópnum falið að undirbúa stofnun unglingamóttöku fyrir fólk á aldrinum 14–23 ára þar sem heilbrigðisþjónusta verði sniðin að þörfum þess. Litið skal til starfsemi unglingamóttaka í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og reynslu af þeim auk þess sem leita skal til fagfólks með mismunandi bakgrunn. Verkefnið verði tilraunaverkefni og grundvöllur að fleiri unglingamóttökum þegar reynsla af verkefninu hefur verið metin.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 2012.