Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 663. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1471  —  663. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun
og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur, Guðnýju Helgadóttur og Ólaf Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nefndinni barst umsögn um málið frá Alþýðusambandi Íslands.
    Í 2. mgr. 9. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi er kveðið á um að ráðherra setji í reglugerð nánari fyrirmæli um innleiðingu og framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og viðauka við hana. Við framkvæmd laganna hefur komið í ljós að reglugerðarheimildin nýtist aðeins mennta- og menningarmálaráðherra en ekki ráðherrum annarra málaflokka, svo sem hvað varðar heilbrigðisstéttir og iðngreinar. Talið er eðlilegra að sá ráðherra sem í hlut á samkvæmt lögum og reglum um skiptingu stjórnarmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands gefi út þær reglugerðir sem heyra undir hans málefnasvið.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Skúli Helgason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. maí 2012.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Þráinn Bertelsson.


Jónína Rós Guðmundsdóttir.



Árni Þór Sigurðsson.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.


Birgitta Jónsdóttir.