Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 392. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1513  —  392. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga



við breytingartillögu á þingskjali 1457 [Fjögurra ára samgönguáætlun 2011–2014].

Frá Jóni Gunnarssyni.


    Við 4. tölul. Í stað „3.107“ árið 2011 í liðnum 1.07 Þjónusta í kafla 5.1.2 Skipting útgjalda komi: 3.427.

Greinargerð.


    Um er að ræða 320 millj. kr. viðbótarframlag sem er uppgreiðsla á skuldbindingum Vegagerðarinnar gagnvart Kópavogsbæ samkvæmt samningi Vegagerðarinnar og Kópavogsbæjar, dags. 16. apríl 2008, um gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Digranesveg (Skógarlind). Samkvæmt samningi tók Kópavogsbær að sér framkvæmd og fjármögnun verkefnisins en Vegagerðin leggur til fastan hluta af kostnaði, 320 millj. kr., sem lagt er til með þessari breytingartillögu að gerðar verði upp.