Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1534, 140. löggjafarþing 683. mál: dómstólar (aðstoðarmenn dómara).
Lög nr. 51 22. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum (aðstoðarmenn dómara).


1. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Til aðstoðar dómurum má ráða lögfræðinga sem fullnægja skilyrðum 2.–6. tölul. 2. mgr. 12. gr. Aðstoðarmaður skal ráðinn til fimm ára og er heimilt að endurnýja þá ráðningu einu sinni. Að öðru leyti gilda um hann almennar reglur um starfsmenn ríkisins.
     Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að rækslu þeirra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2012.