Fjárlög 2013

Föstudaginn 14. september 2012, kl. 18:13:57 (0)


141. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2012.

Fjárlög 2013.

1. mál
[18:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skildi ekki alveg svarið um þessa samninga en hv. þingmaður svarar því væntanlega skýrar. Ég spurði einfaldlega hvort það væri rétt að halda ætti áfram að rukka raforkuskattinn sem átti að falla niður um áramót og svíkja þar með það samkomulag sem gert var.

Eins vil ég spyrja um tryggingagjaldið, hvort það væri misminni hjá mér að því hefði verið lofað eða um það samið að ekki ætti að breyta því.