Fjáraukalög 2012

Þriðjudaginn 25. september 2012, kl. 15:00:49 (0)


141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:00]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Auðvitað er ekki verið að hvetja til lögbrota með þeim texta sem hv. þingmaður vitnar í heldur er þvert á móti með fjáraukalögum verið að fara nákvæmlega eftir því sem stendur í fjárreiðulögunum. Tilgangur fjáraukalaga er að bregðast við einhverju sem er ófyrirséð, hugsanlega kjarasamningum eða nýjum lögum. Við það er staðið. Ekki á með fjáraukalögum að bregðast við hallarekstri eða á nokkurn hátt að hvetja til framúrkeyrslu stofnana. Það er náttúrlega þvert á móti. Það má alls ekki skilja þennan texta á þann veg.