Fjáraukalög 2012

Þriðjudaginn 25. september 2012, kl. 15:10:25 (0)


141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:10]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fjárlögum og fjáraukalögum birtast áherslur ríkisstjórnar. Kannski er dæmi um það í forgangsmálum þessarar ríkisstjórnar þegar maður skoðar aukafjárveitingar til innanríkisráðuneytisins. Það er 1. liður, 240 milljónir til kosninga, sem voru til umræðu áður, en síðan eru ýmsar aukafjárveitingar til löggæslumála og þær eru fáar og smáar. Mig langaði að spyrja hæstv. fjármálaráðherra að því hvort til standi að gera eitthvað í löggæslumálum á Suðurlandi.

Hæstv. ráðherra er þingmaður þess kjördæmis eins og ég og hefur því fengið sömu bréfasendingar og upphringingar frá löggæslumönnum á Suðurlandi og ljóst er að þar er ófremdarástand. Ég sakna þess að sjá ekki minnst á það embætti í þessu fjáraukalagafrumvarpi og spyr hæstv. ráðherra hvort til standi að gera bragarbót þar á.