Byggðastofnun

Þriðjudaginn 16. október 2012, kl. 15:46:12 (0)


141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

Byggðastofnun.

162. mál
[15:46]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svörin. Það væri áhugavert að heyra ef hann gæti aðeins komið inn á hugmyndir um skattaívilnanirnar á einni mínútu.

Ég vil hins vegar benda á að ég tel að rekin hafi verið mjög árangursrík byggðastefna á Íslandi. Hún heitir reyndar höfuðborgarstefna eða Reykjavíkurstefna og hefur meðal annars leitt til þess að 75% af opinberu fé er ráðstafað í Reykjavík á meðan þar er aðeins aflað 42%.