Stjórnarráð Íslands

Miðvikudaginn 17. október 2012, kl. 16:08:08 (0)


141. löggjafarþing — 20. fundur,  17. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

214. mál
[16:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Forseti Íslands gaf út þennan úrskurð að beiðni hæstv. forsætisráðherra þannig að það er á ábyrgð hæstv. forsætisráðherra.

Það er ósköp magurt sem heyrir undir hið svokallaða umhverfis- og auðlindaráðuneyti og sérstaklega það síðara. Hér stendur: „Rannsóknir á jarðrænum auðlindum“ — það er allt og sumt — „á landi og hafsbotni öðrum en olíu …“ Það eru sem sagt ekki rannsóknir á fiskstofnunum, sem ég og flestir hafa talið vera eina af stærri auðlindum landsins, og ekki rannsóknir á orkunni og nýtingu hennar, sem ég hef talið vera hina stóru auðlindina, og ekki heldur hugsanlega olíuvinnslu sem boranir kynnu að leiða í ljós. Það er ósköp magurt sem hæstv. forsætisráðherra ber ábyrgð á að heyrir undir auðlindaráðuneytið.