Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 107. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 107  —  107. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um undirritun og fullgildingu Íslands á samningum Evrópuráðsins.


Frá Þuríði Backman, Merði Árnasyni og Birki Jóni Jónssyni.



    Hvað líður undirritun og/eða fullgildingu eftirtalinna samninga Evrópuráðsins af Íslands hálfu og hvenær er fyrirhugað að henni verði lokið af hálfu íslenskra stjórnvalda:
     1.      Bókun nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu (ETS nr. 177),
     2.      Sáttmáli Evrópu um svæðisbundin eða minnihlutatungumál (ETS nr. 148),
     3.      Rammasamningur Evrópuráðsins um vernd minnihlutahópa (ETS nr. 157),
     4.      Félagsmálasáttmáli Evrópu (endurskoðaður) (ETS. nr. 163),
     5.      Viðbótarbókun við félagsmálasáttmála Evrópu (ETS nr. 158),
     6.      Samþykkt Evrópuráðsins gegn spillingu (ETS nr. 174),
     7.      Samþykkt Evrópuráðsins gegn peningaþvætti o.fl. (CETS nr. 198)?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurnin er lögð fram af fulltrúum Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins í framhaldi af ályktun Evrópuráðsþingsins nr. 1895 sem samþykkt var 8. júní 2012 á fundi þingsins í Strassborg. Í ályktuninni sem snýr að eftirlitsstarfi Evrópuráðsþingsins er m.a. skorað á Íslendinga að undirrita og/eða fullgilda þá samninga sem fyrirspurnin lýtur að.