Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 230. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 244  —  230. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um áhrif Evrópusambandsaðildar á virðisaukaskattskerfið.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvaða áhrif hefði Evrópusambandsaðild á íslenska virðisaukaskattskerfið en í samningsafstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi 16. samningskafla um skattamál kemur fram að aðild muni hafa umtalsverð áhrif?
     2.      Þarf að breyta lagaumhverfi virðisaukaskattskerfisins hér á landi vegna þessa?
     3.      Þarf að samræma skattþrep hér á landi vegna þessa?
     4.      Hver er skattprósenta virðisaukaskatts í ríkjum Evrópusambandsins? Hver er skattprósentan í Noregi?


Skriflegt svar óskast.