Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 248. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 350  —  248. mál.

2. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands
(skrifleg framlagning mála á ríkisstjórnarfundum).

Frá minni hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.


    Með frumvarpinu er lagt til að hætt verði við hljóðritun ríkisstjórnarfunda og opinberun þeirra hljóðritana að 30 árum liðnum frá fundi. Ákvæðið átti fyrst að koma til framkvæmda 1. janúar 2012 en var síðan frestað til 1. nóvember 2012.
    Ákvæðið um hljóðritun kom inn í frumvarpið við meðferð málsins í allsherjarnefnd og var undirbúningur fyrir þessa grundvallarbreytingu enginn hjá nefndinni. Fjölmargar ábendingar bárust nefndinni um ómöguleika þessa og var gildistöku því frestað svo að unnt væri að undirbúa breytinguna. Minni hlutinn taldi að ákvæðið ætti þá þegar að falla brott og lagði það til við meðferð málsins. Með vísan til álitsgerðar Róberts Spanó lögfræðings benti minni hlutinn á að ekki væri hald í ákvæðinu um að opinberun þessara hljóðritana yrði ekki fyrr en að 30 árum liðnum þar sem m.a. næstu ríkisstjórnir gætu sem vörsluaðili hlustað á upptökur af fundum fyrri ríkisstjórna.
    Minni hlutinn hefur ítrekað varað við því að við gildistöku þessa ákvæðis mundi stjórn ríkisins færast annað, þ.e. þær ákvarðanir sem skipta máli og varða almannahag og almannahagsmuni verði ekki lengur teknar í Stjórnarráðinu heldur færast annað, og telur það slæma þróun. Minni hlutinn telur nauðsynlegt að innan ríkisstjórnar sé unnt að ræða mál og útkljá þau án þess að hægt sé að komast í slíkar upplýsingar.
    Minni hlutinn bendir enn á mikilvægi þess að lagasetning sé vönduð og að undirbúningur hennar sé byggður á traustum grunni og ígrunduðum ákvörðunum.
    Minni hlutinn leggur til þær breytingar á frumvarpinu að ákvæðið um hljóðupptökur ríkisstjórnarfunda falli brott og frestun gildistöku þess ákvæðis og telur ekki þörf á að lögfesta reglur um skriflega framlagningu mála á ríkisstjórnarfundum enda hefð fyrir því vinnulagi.
    Minni hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      1. gr. falli brott.
     2.      2. gr. orðist svo:
            4. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.
     3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
            2. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.
     4.      4. gr. falli brott.

Alþingi, 25. október 2012.


Vigdís Hauksdóttir.

Fylgiskjal.

Róbert Spanó:

ÁLITSGERÐ


A. Álitaefnin


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.