Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 591, 141. löggjafarþing 111. mál: íþróttalög (lyfjaeftirlit).
Lög nr. 124 11. desember 2012.

Lög um breytingu á íþróttalögum, nr. 64/1998, með síðari breytingum (lyfjaeftirlit í íþróttum).


1. gr.

     Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
     Ráðherra stendur fyrir lyfjaeftirliti í íþróttum í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar og skal veitt til þess framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.
     Ráðherra er heimilt að fela þar til bærum aðila framkvæmd lyfjaeftirlits með þjónustusamningi sem gerður er til allt að fimm ára í senn. Í samningnum skal kveðið á um:
  1. skilmála sem ráðuneyti setur fyrir ráðstöfun fjárframlags til lyfjaeftirlits úr ríkissjóði,
  2. málsmeðferð við lyfjaeftirlit og þau verkefni sem ríkissjóður greiðir fyrir,
  3. helstu áherslur og markmið samningsaðila og
  4. mat og eftirlit með framkvæmd lyfjaeftirlits.

     Aðila sem falin er framkvæmd lyfjaeftirlits með samningi skv. 2. mgr. er skylt að láta ráðuneytinu í té allar þær upplýsingar og gögn sem það þarfnast vegna eftirlits með starfsemi hans og fjármálum.
     Ráðherra getur, að fengnum tillögum aðila sem falin er framkvæmd lyfjaeftirlits með samningi skv. 2. mgr., sett gjaldskrá fyrir lyfjaeftirlit og aðra þjónustu sem veitt er á grundvelli slíks samnings.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2013.

Samþykkt á Alþingi 29. nóvember 2012.