Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 715  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013.

Frá Jóni Bjarnasyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 06-841 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
1.11 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga,
    sérstök viðbótarframlög
2.668,0 175,0 2.843,0
2. Við 11-373 Niðurgreiðslur á húshitun
1.11 Niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis
1.418,0 325,0 1.743,0
3. Við 11-375 Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku
1.11 Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku
240,0 600,0 840,0

Greinargerð.


    Um 1. tölul.: Frá árinu 2009 hefur dregið úr vægi íbúaþróunar og lágra tekna við úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Lagt er til að fjárveitingar til sjóðsins verði auknar eins og fyrirheit hafa verið gefin um.
    Um 2. tölul.: Við 2. umræðu var samþykkt breytingartillaga frá meiri hluta fjárlaganefndar um 175,0 millj. kr. hækkun á fjárlagaliðnum. Hér er lagt til að framlög verði aukin enn frekar þannig að fjárþörf máflokksins verði mætt að öllu leyti.
    Um 3. tölul.: Alþingi setti fyrir nokkrum árum lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu á raforku, nr. 98/2004, en kostnaðarjöfnun hefur ekki verið fullnægjandi. Lagt er til að fjárframlög verði aukin þannig að komist verði nær þeim markmiðum sem stefnt var að við setningu laganna.