Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 151. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 752  —  151. mál.
Form.

2. umræða.


Tillaga til rökstuddrar dagskrár

í málinu: Frumvarp til laga um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Frá Lilju Mósesdóttur.


    Með hliðsjón af eftirfarandi:
     a.      mun meiri samþjöppun er á bankamarkaði hér á landi en almennt gerist í öðrum löndum og rekja má hátt vaxtastig hér á landi samanborið við önnur lönd til mikillar samþjöppunar á bankamarkaði sem hefur aukist eftir hrun,
     b.      verð á hlutabréfum og þá sérstaklega bönkum er lágt núna vegna fjármálakreppunnar og því borgar sig fyrir skattgreiðendur að bíða með söluna,
     c.      hlutur ríkisins í bönkunum verður keyptur af vogunarsjóðum sem nú eru lokaðir inni í hagkerfinu með mikla fjármuni en slíkir eigendur banka ógna fjármálastöðugleikanum í landinu,
samþykkir Alþingi að málinu verði vísað frá og tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá.