Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 816  —  468. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verðlagsbreytingar o.fl.).

Frá Lilju Mósesdóttur og Eygló Harðardóttur.


    Á eftir 39. gr. komi tveir nýir kaflar, XVIII. kafli, Breyting á lögum nr. 121/1994, um neytendalán, með síðari breytingum, og XIX. kafli, Breyting á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum, hvor með einni nýrri grein, svohljóðandi:
     a.      (40. gr.)
                  Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         a.     (I.)
                  Þrátt fyrir ákvæði laganna skal lánveitanda óheimilt að innheimta sérstakt lántökugjald eða skuldbreytingargjald vegna skjala sem gefin eru út frá gildistöku laga þessara til og með 31. desember 2013 og fela í sér breytingar á skilmálum á fasteignaveðláni einstaklinga eða eru ný veðlán sem gefin eru út til uppgreiðslu vanskila á fasteignaveðláni einstaklinga, að því tilskildu að sömu aðilar séu að fasteignaveðláninu og hinu nýja skjali.
         b.     (II.)
                  Þrátt fyrir ákvæði laganna skal til og með 31. desember 2013 óheimilt að innheimta sérstakt lántökugjald eða skuldbreytingargjald þegar fasteignaveðlán einstaklings er endurnýjað með nýju fasteignaveðláni sem kemur í stað þess eldra að hluta eða öllu leyti samkvæmt áritun á útgefnu veðskuldabréfi til endurfjármögnunar. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja fasteignaveðláni.
     b.      (41. gr.)
                  Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         a.     (I.)
                  Þrátt fyrir 49. gr. laganna skal Íbúðalánasjóði óheimilt að innheimta sérstakt lántökugjald eða skuldbreytingargjald vegna skjala sem gefin eru út frá gildistöku laga þessara til og með 31. desember 2013 og fela í sér breytingar á skilmálum á veðskuldabréfum einstaklinga eða eru ný veðskuldabréf sem gefin eru út til uppgreiðslu vanskila á veðskuldabréfum einstaklinga, að því tilskildu að sömu aðilar séu að veðskuldabréfinu og hinu nýja skjali.
         b.     (II.)
                  Þrátt fyrir 49. gr. laganna skal til og með 31. desember 2013 óheimilt að innheimta sérstakt lántökugjald eða skuldbreytingargjald þegar lán einstaklings er endurnýjað með nýju láni sem kemur í stað þess eldra að hluta eða öllu leyti samkvæmt áritun á útgefnu veðskuldabréfi til endurfjármögnunar. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja láni.