Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 877, 141. löggjafarþing 496. mál: fæðingar- og foreldraorlof (hækkun greiðslna og lenging).
Lög nr. 143 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. mgr. kemur: fimm, og í stað orðsins „þremur“ í sömu málsgrein kemur: tveimur.
  2. Í stað orðanna „36 mánaða aldri“ í 2. mgr. kemur: 24 mánaða aldri.
  3. Í stað orðsins „níu“ í 4. mgr. kemur: tólf.
  4. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.
  5. Í stað orðanna „36 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið“ í 5. mgr. kemur: 24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.
  6. Í stað tölunnar „36“ tvívegis í 8. og 9. mgr. kemur: 24.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Orðin „að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals heildarlauna sem umfram er“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „fæðingardag barns eða þann dag“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: fæðingarmánuð barns eða þann mánuð.
  3. Á eftir orðunum „greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: greiðslur skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa.
  4. Á eftir 6. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar greiðslur skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa koma til á viðmiðunartímabili skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við.
  5. Í stað fjárhæðarinnar „300.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 350.000 kr.
  6. Orðin „að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals reiknaðs endurgjalds sem umfram er“ í 5. mgr. falla brott.
  7. Orðin „að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem umfram er“ í 6. mgr. falla brott.
  8. Í stað fjárhæðarinnar „65.227 kr.“ í 7. mgr. kemur: 94.938 kr., og í stað fjárhæðarinnar „91.200 kr.“ kemur: 131.578 kr.
  9. Í stað orðanna „fæðingardag barns eða þann tíma“ í 11. mgr. kemur: fæðingarmánuð barns eða þann mánuð.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarorlofi með vottorði sérfræðilæknis. Vinnumálastofnun skal meta hvort lenging fæðingarorlofs sé nauðsynleg og er stofnuninni heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni við matið.
  3. 2. mgr. fellur brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fimm, og í stað orðsins „þrjá“ í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tvo.
  2. Í stað orðanna „18 mánaða aldri“ í 1. mgr. kemur: 24 mánaða aldri.
  3. Í stað orðsins „níu“ í 2. mgr. kemur: tólf.
  4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.
  5. Í stað fjárhæðarinnar „40.409 kr.“ í 3. mgr. kemur: 57.415 kr.
  6. Í stað orðanna „18 mánuðum“ í lokamálslið 6. mgr. kemur: 24 mánuðum.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fimm, og í stað orðsins „þrjá“ í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tvo.
  2. Í stað tölunnar „18“ í lokamálslið 1. og 6. mgr. kemur: 24.
  3. Í stað orðsins „níu“ í 2. mgr. kemur: tólf.
  4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.
  5. Í stað fjárhæðarinnar „91.200 kr.“ í 3. mgr. kemur: 131.578 kr.


6. gr.

     Í stað 1. og 2. mgr. 22. gr. laganna kemur ein málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
     Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarstyrks um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarstyrk með vottorði sérfræðilæknis. Vinnumálastofnun skal meta hvort lenging fæðingarstyrks sé nauðsynleg og er stofnuninni heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni við matið.

7. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir 8. gr. skal sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2013. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera þrír og hálfur mánuður og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera fjórir mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015. Réttur foreldra skv. 4. mgr. 8. gr. til fæðingarorlofs skal vera tíu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014 og ellefu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015.
     Þrátt fyrir 18. og 19. gr. skal sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarstyrks vera þrír mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarstyrks vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2013. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarstyrks skal vera þrír og hálfur mánuður og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarstyrks vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarstyrks skal vera fjórir mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarstyrks vera þrír mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015. Réttur foreldra skv. 2. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 19. gr. til greiðslu fæðingarstyrks skal vera tíu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014 og ellefu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015.

8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 eða síðar, sbr. þó 7. gr.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2012.