Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 220. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1061  —  220. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um neytendalán.


Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HHj, LRM, SkH, ÁÞS, MSch).



     1.      Í stað orðsins „vanskil“ í 3. mgr. 2. gr. komi: greiðsluerfiðleika.
     2.      Við e-lið 1. mgr. 3. gr. bætist: sbr. þó 6. mgr. 8. gr.
     3.      Við 5. gr.
              a.      Á eftir orðinu „vextir“ í g-lið komi: verðbætur.
              b.      I-liður orðist svo: Lánshæfismat: Mat lánveitanda á lánshæfi lántaka byggt á upplýsingum sem eru til þess fallnar að veita áreiðanlegar vísbendingar um líkindi þess hvort lántaki geti efnt lánssamning. Lánshæfismat skal byggt á viðskiptasögu aðila á milli og/eða upplýsingum úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni og lánstraust. Lánshæfismat felur ekki í sér greiðslumat nema slíkt sé áskilið sérstaklega.
     4.      Í stað tilvísunarinnar „5.–8. gr.“ í 3. mgr. 7. gr. og 3. mgr. 8. gr. komi: 5.–6. gr.
     5.      Í stað orðsins „gagnasafni“ í q-lið 4. mgr. 7. gr., j-lið 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. 11. gr., fyrirsögn 11. gr. og fyrirsögn III. kafla komi: gagnagrunni. Í stað orðanna „gagnasöfnum sem eru notuð“ í 1. mgr. 11. gr. komi: gagnagrunnum sem eru notaðir; og í stað orðsins „gagnasafnið“ í 2. mgr. 11. gr. komi: gagnagrunninn.
     6.      Í stað tilvísunarinnar „6. mgr.“ í 6., 7. og 8. mgr. 8. gr. komi: 5. mgr.
     7.      Við 10. gr.
              a.      Í stað fjárhæðanna „1.000.000 kr.“ og „2.000.000 kr.“ í 2. mgr. komi: 2.000.000 kr.; og: 4.000.000 kr.
              b.      2. málsl. 3. mgr. orðist svo: Víkja má frá ákvæði þessu ef virði veða eða annarra trygginga sem lántaki leggur fram er meira á þeim tíma þegar lánið er veitt en heildarfjárhæð láns enda sé lántaki upplýstur um mat lánveitanda.
     8.      Við 3. mgr. 21. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef lánssamningur heimilar verðtryggingu skal útreikningur árlegrar hlutfallstölu kostnaðar miðast við ársverðbólgu samkvæmt tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs.
     9.      Við 25. gr.
              a.      Í stað orðanna „um veðlán“ í 1. mgr. komi: sem kveður á um verðtryggingu eða breytilega vexti.
              b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lánveitandi skal einnig veita upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár fyrir gerð samnings.
              c.      Á eftir fyrri málslið 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Neytendastofa skal einnig birta almennar upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár.
              d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Sérstök upplýsingaskylda lánveitanda.
     10.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr. 10. gr.“ í b-lið 1. mgr. 27. gr. komi: 5. mgr. 10. gr.
     11.      Við 30. gr.
              a.      Á eftir e-lið 1. mgr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: 4. mgr. 10. gr. um endurnýjun mats.
              b.      Í stað tilvísunarinnar „2.–3. mgr.“ í n-lið 1. mgr. komi: 2.–4. mgr.
              c.      Á eftir n-lið 1. mgr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: 5. mgr. 18. gr. um tilvik þegar ekki er heimilt að krefjast uppgreiðslugjalds.
              d.      Orðin „vegna verðtryggðra og óverðtryggðra veðlána“ í u-lið 1. mgr. falli brott.
              e.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 26. gr. um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.
              f.      Í stað fjárhæðarinnar „10 millj. kr.“ í 3. mgr. komi: 20 millj. kr.
     12.      Í stað orðanna „1. febrúar 2013“ í 1. mgr. 36. gr. komi: 1. júní 2013.