Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 1185  —  582. mál.
Leiðrétt tafla.

Síðari umræða.


Breytingartillaga



við tillögu til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega
þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016.


Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Kaflinn Framlög orðist svo:
             Íslensk stjórnvöld styðji markmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Mörkuð verði sú stefna að Ísland muni á næstu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:
              a.      Fylgt verði tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar, úr 0,26% í 0,42% af VÞT á tímabilinu 2013–2016, sbr. eftirgreinda töflu.
              b.      Stefnt að hækkun framlaga í 0,35% af VÞT árið 2015 og 0,42% af VÞT árið 2016.
              c.      Hraðað verði hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2015.
              d.      Verði hagvöxtur meiri en nú er spáð komi framlögin til endurskoðunar en jafnframt verði tryggt að framlög til þróunarmála verði ekki lægri að raungildi en árið 2013.
              e.      Árið 2017 renni 0,5% af VÞT til þróunarmála og árið 2019 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála.
              f.      Framlög til fjárlagaliðar fyrir verkefni félagasamtaka nemi 8% af heildarframlögum árið 2014.
              g.      Sérstakur fjárlagaliður verði fyrir Alþjóðlega jafnréttisskólann í fjárlögum eftir að skólinn er orðinn hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) á Íslandi.
             Áætlað er að þróun framlaga á gildistíma áætlunarinnar verði sem hér segir:

VÞT1 (m.kr.) Hlutfall af
VÞT (%)
Framlög (m.kr.)
2013 1.663.302 0,26 4.332
2014 1.773.680 0,28 4.966
2015 1.878.238 0,35 6.574
2016 1.930.273 0,42 8.107
1 Samkvæmt spá Hagstofu Íslands um VÞT, 2. nóvember 2012.

             Fylgt verði eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:
2013      2014 2015 2016

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.
ÞSSÍ 1.772,6 41% 1.982,5 40% 2.624,3 40% 3.236,4 40%
UTN 2.282,7 53% 2.576,6 52% 3.410,5 52% 4.206,0 52%
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 249,8 6% 286,5 6%
Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO 27,2 1% 31,2 1%
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 42,8 1% 49,1 1%
Barnahjálp SÞ, UNICEF 175,1 4% 200,9 4%
Sjávarútvegsskóli HSÞ 211,7 5% 242,8 5%
Landgræðsluskóli HSÞ 85,1 2% 102,0 2%
Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women 174,7 4% 200,4 4%
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 262,2 6% 300,8 6%
Alþjóðabankinn 177,5 4% 203,6 4%
Umhverfis- og loftslagsmál 80,6 2% 92,5 2%
Íslensk friðargæsla 195,0 5% 219,4 4%
Þróunarmál og hjálparstarfsemi, óskipt 206,6 5% 231,0 5%
Almenn framlög til annarra alþjóðastofnana* 149,4 3% 171,4 3%
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 245,0 6% 245,0 5%
Samstarf við frjáls félagasamtök 277,1 6% 397,3 8% 525,9 8% 648,6 8%
Eftirlit Alþingis 9,9 0,2% 13,1 0,2% 16,2 0,2%
SAMTALS 4. 332,4 4.966,3 6.574,0 8.107,0
Hlutfall af VÞT 0,26% 0,28%      0,35% 0,42%
* Hlutfall framlaga til alþjóðlegra stofnana sem telst til þróunarsamvinnu: Almenn framlög til SÞ (12%), UNESCO (60%), IAEA (33%), ÖSE (74%), Alþjóðleg friðargæsla (6%), ILO (60%), WHO (76%) og UNFCCC (61%).

     2.      Við kaflann Stefnumörkun, innra og ytra starf.
              a.      A-liður 1. tölul. orðist svo: Endurskoðuð áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2015–2018 verði lögð fyrir Alþingi fyrir árið 2015.
              b.      Við 1. tölul. bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                d.    Aukin eftirfylgni verði á vegum Alþingis með framkvæmd áætlunarinnar, svo sem með eftirlitsstarfi á vettvangi.
                e.    Sérstakur fjárlagaliður verði fyrir eftirlitsstarf Alþingis.