Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1316  —  583. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um Þjóðminjasafn Íslands,
nr. 140/2011 (samstarf við Háskóla Íslands).

(Eftir 2. umræðu, 21. mars.)


1. gr.


    Á eftir 1. mgr. 1. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þjóðminjasafnið er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag.

2. gr.

    Við 3. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Stofnunin á samstarf við aðrar stofnanir á háskólastigi samkvæmt sérstökum samningum.
    Samstarf Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands skal byggjast á sérstökum samstarfs- og þjónustusamningi um starfstengsl, fjárhagsleg samskipti og skipan sameiginlegra starfa.
    Safninu er heimilt að veita öðrum háskólum landsins þjónustu eftir því sem nánar er ákveðið í gagnkvæmum þjónustusamningum við einstaka háskóla.

3. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Rannsóknarstaða tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns.

    Við Þjóðminjasafn Íslands skal vera sérstök rannsóknarstaða kennd við dr. Kristján Eldjárn.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.