Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 283. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1326  —  283. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um velferð dýra.

Frá Einari K. Guðfinnssyni og Jóni Gunnarssyni.


     1.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „yngri en vikugamalla“ í 3. mgr. komi: og geldingar grísa yngri en vikugamalla.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við geldingu grísa skal þó ávallt beita verkjastillandi lyfjagjöf.
                  c.      D-liður 4. mgr. orðist svo: klippingu á skotti og geldingu grísa yngri en vikugamalla samfara verkjastillandi lyfjagjöf.
     2.      Í stað 3. málsl. 2. mgr. 21. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim nema um sé að ræða gildruveiði minka í því skyni að halda minkastofninum í skefjum. Tilkynna skal hvernig veiðunum er háttað til viðkomandi sveitarstjórnar.