Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 27. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 56  —  27. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um IPA-styrki.

Frá Birni Vali Gíslasyni, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Edward H. Huijbens.


     1.      Hefur ráðherra í hyggju að afturkalla IPA-styrki sem ætlaðir voru til verkefna hér á landi, þ.e.:
                  a.      styrki sem tengjast umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu,
                  b.      styrki sem tengjast ekki aðildarumsókninni?
     2.      Hefur ráðherra undirbúið eða hyggst ráðherra grípa til einhverra ráðstafana til að tryggja fjármögnun áframhaldandi verkefna sem fjármögnuð eru með IPA-styrkjum en til stendur að afturkalla eða hætta við? Ef svo er, hvaða ráðstafanir eru það, um hvaða verkefni er að ræða og hafa forsvarsmenn viðkomandi verkefna verið upplýstir um þau viðbrögð og framvindu verkefnanna?
     3.      Hve mörg verkefni hafa hlotið IPA-styrki á undanförnum fjórum árum og hversu háir hafa þeir styrkir verið, flokkað eftir:
                  a.      fjölda verkefna,
                  b.      hvar á landinu viðkomandi verkefni eru vistuð,
                  c.      heildarupphæð styrkjanna,
                  d.      upphæð á hvert verkefni, og
                  e.      stöðu þessara verkefna nú?


Skriflegt svar óskast.