Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 35. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 94  —  35. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.


Frá velferðarnefnd.



1. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar til og með 31. desember 2014“ í 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 1. janúar 2013 til og með 31. desember 2014.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda frá 1. júlí 2013.

Greinargerð.

    Við afgreiðslu Alþingis á frumvarpi því er varð að lögum nr. 86/2013, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (frítekjumörk og tekjutengingar), var samþykkt breytingartillaga (þskj. 79, 25. mál) um framlengingu á frítekjumarki atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar skv. 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, til loka árs 2014. Vegna tæknilegra mistaka var orðalag breytingartillögunnar ekki fyllilega nákvæmt og er lagt til með frumvarpi þessu að orðalagið verði fært til rétts horfs.