Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 155. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 185  —  155. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um samningsmarkmið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.


Frá Vilhjálmi Bjarnasyni.


     1.      Er vinna hafin við gerð samningsmarkmiða vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið í eftirfarandi málaflokkum:
              a.      landbúnaðarmálum,
              b.      sjávarútvegsmálum,
              c.      byggðamálum,
              d.      gjaldmiðilsmálum.
     2.      Ef svarið er já, hve langt er sú vinna komin í hverjum málaflokki fyrir sig? Hver eru markmiðin? Höfðu þau verið kynnt fyrir viðsemjendum Íslands?
    Í þeim málaflokkum þar sem samningsmarkmið eru ekki tilbúin er óskað eftir því að birt verði síðustu drög undirnefnda í málaflokkunum eins og þau voru kynnt aðalsamninganefnd.


Skriflegt svar óskast.