Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 2. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 407  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (tekjuskattur einstaklinga, virðisaukaskattur, launatengd gjöld og skattar á fjármálafyrirtæki).


Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÁPÁ).



     1.      Í stað a- og b-liðar 1. gr. komi einn nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „2.760.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 4.200.000 kr.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við 1. málsl. 2. mgr. 117. gr. laganna bætist: og verkefni hennar samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012.
     3.      5. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
              a.      2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
              b.      Við 12. tölul. 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um barnableiur og laust bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0011.
              c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal virðisaukaskattur af útleigu hótel- og gistiherbergja og annarri gistiþjónustu vera 14%.
     4.      Í stað hlutfallstölunnar „0,145%“ í 15. gr. komi: 0,2058%.
     5.      Á eftir 17. gr. komi tveir nýir kaflar, VII. kafli, Breyting á lögum nr. 74/2012, um veiðigjöld, með síðari breytingum, með þremur nýjum greinum, 19.–21. gr., og VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 22. gr., svohljóðandi:
        a.     (19. gr.)
                     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ríkisskattstjóri skal afhenda Hagstofu Íslands skv. 2. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og veiðigjaldanefnd rekstrarframtöl og aðrar upplýsingar úr skattframtölum sem hafa þýðingu fyrir ákvörðun veiðigjalda samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. upplýsingar um verðmæti rekstrarfjármuna, sbr. 5. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 12. gr. Hagstofu Íslands ber að taka við gögnunum og vinna úr þeim í samræmi við ákvæði laga þessara. Um veiðigjaldanefnd og starfsmenn hennar gilda jafnframt sömu ákvæði um þagnarskyldu og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.
        b.     (20. gr.)
                     Í stað „30.000“ í a-lið, „70.000“ í b-lið og „100.000“ í c-lið 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: 50.000; 200.000; og: 250.000.
        c.     (21. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I í lögunum:
                      a.      C-liður 1. mgr. orðast svo: 55% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2014/2015 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
                      b.      D-liður 1. mgr. orðast svo: 60% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2015/2016 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
        d.     (22. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal ráðherra fiskveiðiárin 2013/2014 til og með 2017/ 2018 úthluta tímabundnum aflahlutdeildum í makríl til árs í senn til hæstbjóðenda. Hvert fiskveiðiár skal úthluta allt 70% aflahlutdeildar á uppboði skv. 1. málsl. en ráðherra skal úthluta a.m.k. 30% aflahlutdeildar á grundvelli veiðireynslu síðustu þriggja fiskveiðiára. Hafi skip sem aflareynsla er bundin við, sbr. 2. málsl., horfið úr rekstri þegar úthlutun á sér stað er síðasta eiganda skipsins áður en það hvarf úr rekstri heimilt að ákveða á hvaða skip aflahlutdeild skuli skráð. Skipa skal starfshóp fulltrúa stjórnvalda, hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviði auðlindahagfræði, sem útfæri nánari reglur um fyrirkomulag útboðs. Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, ekki nema hærra hlutfalli en 20% af heildaraflahlutdeild. Ákvæði 3. og 4. mgr. 13. gr. gilda um málsgrein þessa eftir því sem við á.
     6.      18. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
              a.      1., 2. og 11. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014 og við staðgreiðslu opinberra gjalda á því ári eftir því sem við á.
              b.      3.–5.,7.–9., 12. og 19.–22. gr. öðlast þegar gildi.
              c.      6., 10., 13., 14. og 18. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014, nema c-liður 6. gr. sem öðlast gildi 1. mars 2014.
              d.      15.–17. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2014 vegna tekjuársins 2013 og skulda í lok þess árs.