Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 419, 143. löggjafarþing 157. mál: aukatekjur ríkissjóðs (heilbrigðisstéttir, fjölmiðlar o.fl.).
Lög nr. 126 23. desember 2013.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum (heilbrigðisstéttir, fjölmiðlar o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. 2. og 3. tölul. orðast svo:
    1. Leyfi til að stunda almennar lækningar og sérfræðilækningar, leyfi til að stunda almennar tannlækningar og sérfræðitannlækningar, leyfi til ljósmæðra og sérfræðileyfi til ljósmæðra, leyfi til hjúkrunarfræðinga og sérfræðileyfi til hjúkrunarfræðinga, leyfi til lyfsala, leyfi til lyfjafræðinga og sérfræðileyfi til lyfjafræðinga.
    2. Leyfi til sjúkraþjálfara og sérfræðileyfi til sjúkraþjálfara, leyfi til félagsráðgjafa og sérfræðileyfi til félagsráðgjafa, leyfi til iðjuþjálfa, leyfi til þroskaþjálfa, leyfi til lífeindafræðinga og sérfræðileyfi til lífeindafræðinga, leyfi til geislafræðinga, leyfi til matvælafræðinga og leyfi til sálfræðinga og sérfræðileyfi til sálfræðinga.
  2. 9.–11. tölul. orðast svo:
    1. Leyfi til hnykkja (kírópraktora) og osteópata.
    2. Leyfi til sjúkraflutningamanna og bráðatækna.
    3. Leyfi til næringarfræðinga, næringarráðgjafa og næringarrekstrarfræðinga.
  3. 15. tölul. orðast svo: Leyfi til tannfræðinga og tanntækna.
  4. 17. tölul. orðast svo: Leyfi til stoðtækjafræðinga.
  5. 19. tölul. orðast svo: Leyfi til áfengis- og vímuvarnaráðgjafa.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 10. og 11. tölul. orðast svo:
    1. Leyfisbréf fyrir kauphallir, sbr. 3. gr. laga nr. 110/2007     166.000 kr.
    2. Leyfi til að reka markaðstorg fjármálagerninga, sbr. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 110/2007 og g-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002     166.000 kr.
  1. 13. tölul. orðast svo: Starfsleyfi vátryggingafélaga, sbr. 18. gr. laga nr. 56/2010     166.000 kr.
  1. 40.–42. tölul. orðast svo:
    1. Leyfi til myndmiðlunar:
      1. Skammtímaleyfi til allt að þriggja mánaða     15.000 kr.
      2. Almennt leyfi til allt að sjö ára. Gjald fyrir hvert ár sem leyfi er veitt     54.000 kr.
    2. Leyfi til hljóðmiðlunar:
      1. Skammtímaleyfi til allt að þriggja mánaða     9.500 kr.
      2. Almennt leyfi til allt að sjö ára. Gjald fyrir hvert ár sem leyfi er veitt     36.500 kr.
    3. Leyfi til mynd- og hljóðmiðlunar á afmörkuðum svæðum sem fjölmiðlanefnd telur ná til innan við 10 þúsund íbúa: 50% af þeim fjárhæðum sem greinir í b-lið 40. tölul. og b-lið 41. tölul.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2013.