Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 177. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 423  —  177. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (skilyrði til greiðslu
örorkulífeyris og fjárfestingarheimildir).

(Eftir 2. umræðu, 18. desember.)


1. gr.

    Á eftir 5. mgr. 15. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Heimilt er, að fengnu áliti trúnaðarlæknis lífeyrissjóðs, að setja það skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu sem bætt gæti heilsufar hans enda sé þess gætt að slík endurhæfing standi honum til boða og aðstæður viðkomandi leyfi að hann nýti sér hana.

2. gr.

    Við 36. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Nú greiðir launagreiðandi inn á skuldbindingu sína við lífeyrissjóð, sem nýtur bakábyrgðar ríkis eða sveitarfélags, með því að gefa út skuldabréf sem ekki eru skráð á skipulegum markaði og skal sjóðnum þá heimilt að eiga slík skuldabréf óháð takmörkunum þessarar greinar.

3. gr.

    Í stað ártalsins „2013“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2014.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.