Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 471, 143. löggjafarþing 3. mál: ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 (verðlagsbreytingar o.fl.).
Lög nr. 140 27. desember 2013.

Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (verðlagsbreytingar o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „54,88 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 56,55 kr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd Kílómetra- Leyfð heildarþyngd Kílómetra-
    ökutækis, kg gjald, kr. ökutækis, kg gjald, kr.
    10.000–11.000 0,29 21.001–22.000 6,98
    11.001–12.000 0,90 22.001–23.000 7,59
    12.001–13.000 1,50 23.001–24.000 8,20
    13.001–14.000 2,12 24.001–25.000 8,80
    14.001–15.000 2,73 25.001–26.000 9,40
    15.001–16.000 3,34 26.001–27.000 10,02
    16.001–17.000 3,94 27.001–28.000 10,63
    17.001–18.000 4,54 28.001–29.000 11,24
    18.001–19.000 5,15 29.001–30.000 11,85
    19.001–20.000 5,76 30.001–31.000 12,45
    20.001–21.000 6,38 31.001 og yfir 13,06

  3. 6. mgr. orðast svo:
  4.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd Kílómetra- Leyfð heildarþyngd Kílómetra-
    ökutækis, kg gjald, kr. ökutækis, kg gjald, kr.
    5.000–6.000 8,56 18.001–19.000 22,60
    6.001–7.000 9,26 19.001–20.000 23,62
    7.001–8.000 9,97 20.001–21.000 24,66
    8.001–9.000 10,68 21.001–22.000 25,68
    9.001–10.000 11,37 22.001–23.000 26,70
    10.001–11.000 12,38 23.001–24.000 27,72
    11.001–12.000 13,71 24.001–25.000 28,75
    12.001–13.000 15,02 25.001–26.000 29,77
    13.001–14.000 16,33 26.001–27.000 30,79
    14.001–15.000 17,64 27.001–28.000 31,82
    15.001–16.000 18,95 28.001–29.000 32,85
    16.001–17.000 20,26 29.001–30.000 33,87
    17.001–18.000 21,59 30.001–31.000 34,88
    31.001 og yfir 35,92



3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2013, sem stendur frá 1. til 15. desember 2013, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2014.
     Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2014 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2014 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2014.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „24,46 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 25,20 kr.

5. gr.

     Í stað fjárhæðanna „39,51 kr.“ og „41,87 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 40,70 kr.; og: 43,15 kr.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað fjárhæðanna „5,75 kr.“, „5,00 kr.“, „7,10 kr.“ og „6,30 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 5,90 kr.; 5,15 kr.; 7,30 kr.; og: 6,50 kr.

7. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „0,126 kr.“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,130 kr.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðanna „5.255 kr.“ og „126 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.415 kr.; og: 130 kr.
  2. Í stað fjárhæðanna „49.229 kr.“, „2,10 kr.“ og „77.495 kr.“ í 4. mgr. kemur: 50.705 kr.; 2,16 kr.; og: 79.820 kr.


V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „91,33 kr.“ í 1. tölul. kemur: 94,05 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „82,14 kr.“ í 2. tölul. kemur: 84,60 kr.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „111,85 kr.“ í 3. tölul. kemur: 115,20 kr.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „439,83 kr.“ í 1. tölul. kemur: 453,00 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „14,42 kr.“ í 2. tölul. kemur: 14,85 kr.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „15,73 kr.“ í 3. tölul. kemur: 16,20 kr.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „552,48 kr.“ í 1. tölul. kemur: 569,05 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „27,62 kr.“ í 2. tölul. kemur: 28,45 kr.


VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „0,0323%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0283%.
  2. Í stað „0,0292%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0256%.
  3. Í stað „0,404%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,317%.
  4. Í stað „0,223%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,175%.
  5. Í stað „0,51%“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,50%.
  6. Í stað „0,51%“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: 0,50%.
  7. Í stað „0,0344%“, „0,015%“ og „200.000 kr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,031%; 0,0135%; og: 150.000 kr.
  8. Í stað „0,71%“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,70%.
  9. Í stað „0,82%“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 0,80%.
  10. Í stað „0,0114%“, í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,010%.
  11. Í stað „0,0068%“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,006%.
  12. Í stað „0,0088%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,008%.
  13. Í stað „6.000.000 kr.“, „3.000.000 kr.“ og „1.000.000 kr.“ í 2. málsl. 9. mgr. kemur: 3.000.000 kr.; 1.500.000 kr.; og: 500.000 kr.


VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „9.604 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 9.911 kr.

14. gr.

     Í stað orðanna „2012 og 2013“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2012, 2013 og 2014.

15. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2014 til og með 31. desember 2014 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, með síðari breytingum.

16. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: og áætlaðan kostnað vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.

17. gr.

     Við 5. mgr. 1. gr. laganna bætist: og greiðslu fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.

18. gr.

     Í stað „0,0343%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,0212%.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „18.800 kr.“ í 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: 19.400 kr.

20. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, vera 17.800 kr. á árinu 2015 á hvern einstakling og lögaðila.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „18.800 kr.“ í 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 16.400 kr.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó öðlast 4. gr., 4. mgr. 7. gr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. gildi 1. janúar 2016.
  2. Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2013“ í 2. mgr. kemur: 31. desember 2015.


XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 85/2008, um opinbera háskóla, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „60.000 kr.“ í a-lið 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: 75.000 kr.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

24. gr.

     20. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðsins „tveimur“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: þrjá; og: þremur.
  2. Í stað orðsins „tólf“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: níu.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „350.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 370.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðanna „94.938 kr.“ og „131.578 kr.“ í 7. mgr. kemur: 97.786 kr.; og: 135.525 kr.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðsins „tvo“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: þrjá.
  2. Í stað orðsins „tólf“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: níu.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „57.415 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 59.137 kr.


28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðsins „tvo“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: þrjá.
  2. Í stað orðanna „allt að tólf“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: allt að níu.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „131.578 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 135.525 kr.


29. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

30. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 23. gr. a skulu starfsendurhæfingarsjóðir, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, ekki fá tekjur af almennu tryggingagjaldi á árunum 2013 og 2014.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, með síðari breytingum.

31. gr.

     Í stað orðsins „þremur“ tvívegis í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: fimm.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.

32. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera 750 kr. á mánuði árið 2014 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, með síðari breytingum.

33. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2014 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.474,8 millj. kr. á árinu 2014. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 73,1 millj. kr. á árinu 2014.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

34. gr.

     19. og 22. gr. laganna falla brott.

35. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
  1. Orðin „framkvæmd verðmiðlunar, þar með talið“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „verðmiðlunar og framleiðslugjalda“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: verðskerðingargjalda.
  3. 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðanna „verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum“ í 6. málsl. 1. mgr. kemur: verðskerðingargjöldum.
  5. Í stað orðanna „verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum svo og þeim gjöldum sem á eru lögð skv. 25. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: verðskerðingargjöldum.


36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
  1. Orðin „til framkvæmdar verðmiðlunar“ í 1. mgr. falla brott og í stað orðsins „lætur“ í sama málslið kemur: láta.
  2. 2. mgr. fellur brott.


37. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
  1. Orðið „Verðmiðlunargjöld“ í 1. mgr. fellur brott.
  2. Orðið „verðmiðlunargjöldum“ í 3. mgr. fellur brott.


38. gr.

     Orðin „sbr. þó 22. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna falla brott.

39. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Uppsafnaðan halla verðtilfærslusjóðs 31. desember 2013 skal afurðastöð greiða í hlutfalli við hvern innveginn mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks eins og það var ákveðið fyrir árið 2013.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum.

40. gr.

     Í stað „15.000 kr.“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: 20.000 kr.

41. gr.

     Í stað „12 kr./kg“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: 16 kr./kg.

42. gr.

     Í stað „12 kr./kg“ í viðauka I við lögin kemur: 16 kr./kg.

43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka V við lögin:
  1. Í stað „15,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 30,00 kr./kg.
  2. Í stað „120,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 170,00 kr./kg.


44. gr.

     Í stað „35,00 kr./kg“ hvarvetna í viðauka VIII við lögin kemur: 42,00 kr./kg.

45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XI við lögin:
  1. Í stað „35,00 kr./kg“ kemur: 20,00 kr./kg.
  2. Í stað „49,00 kr./kg“ kemur: 28,00 kr./kg.
  3. Í stað „193,00 kr./stk.“ kemur: 111,00 kr./stk.
  4. Í stað „580,00 kr./stk.“ kemur: 332,00 kr./stk.
  5. Í stað „773,00 kr./stk.“ kemur: 442,00 kr./stk.
  6. Í stað „1.160 kr./stk.“ kemur: 663,00 kr./stk.
  7. Í stað „1.546,00 kr./stk.“ kemur: 884,00 kr./stk.
  8. Í stað „3.090,00 kr./stk.“ kemur: 1.767,00 kr./stk.


46. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
  1. Í stað „84,00 kr./kg“ kemur: 150,00 kr./kg.
  2. Í stað „140,00 kr./kg“ kemur: 250,00 kr./kg.
  3. Í stað „280,00 kr./kg“ kemur: 500,00 kr./kg.
  4. Í stað „336,00 kr./kg“ kemur: 600,00 kr./kg.
  5. Í stað „448,00 kr./kg“ kemur: 800,00 kr./kg.
  6. Í stað „672,00 kr./kg“ kemur: 1.200,00 kr./kg.


XX. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

47. gr.

     Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
     Trygging samkvæmt þessari grein gildir þó ekki ef bótaskylda er fyrir hendi samkvæmt lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækis eða slysatryggingu ökumanns og eiganda.

48. gr.

     Við 32. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Kostnaður vegna sjúkrahjálpar sem fellur til þegar liðin eru fimm ár eða meira frá slysdegi greiðist ekki. Þó er heimilt, ef alveg sérstaklega stendur á, að greiða kostnað sem fellur til í allt að tíu ár frá slysdegi enda séu skýr læknisfræðileg orsakatengsl milli slyssins og kostnaðarins.
     Einungis skal greiða nauðsynlegan kostnað sem til fellur hér á landi nema annað leiði af milliríkjasamningum. Þó skal greiða óhjákvæmilega sjúkrahjálp sem til fellur erlendis ef slasaði er tryggður samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 13. gr. eða 2. málsl. b-liðar 2. mgr. 27. gr.

XXI. KAFLI
Gildistaka.

49. gr.

     Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
  1. 1., 2., 4.–12., 16.–18., 23., 24., 31., 32., 34.–38. og 40.–48. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014.
  2. 3., 14., 15., 20., 22., 30., 33. og 39. gr. öðlast þegar gildi.
  3. 13. og 19. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2014 vegna tekna ársins 2013.
  4. 21. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2016 vegna tekna ársins 2015.
  5. 25.–29. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014 og eiga við um foreldra barna sem fæðast eða eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2014 eða síðar.


Samþykkt á Alþingi 20. desember 2013.