Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 475, 143. löggjafarþing 205. mál: tollalög o.fl. (sektarfjárhæðir og auðveldari framkvæmd).
Lög nr. 141 27. desember 2013.

Lög um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, lögum um vörugjald, nr. 97/1987, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum (sektir, greiðslufrestur í tolli, sykurskattur og skilagjald vegna einnota drykkjarumbúða, vörugjald af bílum til útleigu o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „300.000 kr.“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 185. gr. laganna kemur: 3.000.000 kr.

2. gr.

     Á milli orðanna „með“ og „tollfrjálsum“ í 12. tölul. 1. mgr. 195. gr. laganna kemur: afgreiðslugeymslum, tollvörugeymslum.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2014 vera sem hér segir:
  1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
  2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.


II. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað 2. mgr. 10. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Tollstjóra er heimilt að endurgreiða innflytjendum og/eða innlendum framleiðendum vörugjald sem þeir hafa greitt í eftirfarandi tilvikum:
  1. Þegar innflytjandi hefur nýtt hráefni eða efnivöru í framleiðslu innflytjanda sjálfs skv. 1. mgr.
  2. Þegar innflytjandi eða innlendur framleiðandi selur vöru, hráefni eða efnivöru án vörugjalds til handhafa framleiðsluskírteinis, sbr. 1. mgr.
  3. Þegar innlendur framleiðandi selur vöru án vörugjalds til skráðra aðila skv. 5. gr.

     Innflytjandi eða innlendur framleiðandi skal tilgreina í sérstakri skýrslu til tollstjóra um slíka sölu eða nýtingu, þar með talið til hvaða aðila varan er seld, magn vöru og tegund, svo og fjárhæð vörugjalds. Þegar um endanlega framleiðsluvöru er að ræða skal tilgreina innihaldslýsingu. Skýrslu skal skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga. Endurgreiðsla skal fara fram á gjalddaga, enda hafi vörugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt.

5. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabila á árinu 2014 vera sem hér segir:
  1. Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
  2. Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.


III. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

6. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2014, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í tollalögum, nr. 88/2005.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: að undanskildum þeim vörum sem seldar eru til tollfrjálsrar verslunar, sbr. 3. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Þeir aðilar sem hafa fengið leyfi tollstjóra til að selja farþegum og áhöfnum millilandafara við komu til landsins vörur úr tollfrjálsri verslun, sbr. 2. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu leggja á og greiða gjald skv. 1. mgr. eins og um væri að ræða sölu innan lands.


V. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjöld af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

8. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „750.000 kr.“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1.000.000 kr.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 2013.